Imágenes de páginas
PDF
EPUB

Ey[steinn] erki biskup. sender kvediv. biskupum á Jslande og so ollum odrum agætis monnum. og allri alþydv. Guds og sina. Eg veitt at ydur mon kvnnigt vera. at ek a ydvars mals at gæta [til] vardveislv af gvdz alfv. og vere mer fagnadur . ef ek gæta so til gætt at gudi þætti vel. og oss væri ollvm gagn j. En þott ydur þike sem bardagi hafe verit nv vm hrider lengi au landi ydrv. pa fylger po miskvn gudz bardaga þuiat frekare er ydur tilgiorningr2 vit gvd. en hans hefnd se vit ydur. Veitt ek at fiolldj er godra manna a landi ydrv. og po at þeir vilde vel vm sinn hag vera. þa med þvi. at eigi verdur þessa heims grein gior medal ens goda og illa. pa giallda idolega. marger goder ens jlla. og eins dalegs vm þessa heims a föll. Mier er þat til eyrna komit. at hier sitia svmer þeir menn er kenne menn hafa bart. svma sert. en svma drepit. svmer hafa konvr sinar latit. ok horkonur under þær tekit. svmer hafa hvarartveggiu'. jnan hus [med] sier og lifa so ogæzsky life. er alla kristna menn dregur til synda. En ef biskupar vilia slik mal refssa. og draga menn fra eilifum dauda. pa skal þat fremd þikia at hallda kappe vid pa. og lata eigi af orade sakazt. En hvorke er rett trva ne kristne. og eigi þav verk er til hialpar mecgi draga. nema sonn trv bve vnder. Nv veitt eg. at pat mvnv aller seigia. er at ero spurder. at retta kristne fae. En hverr er sa. er þvi tryde. at epter god verk. skyllde eilifan fagnad taka. En epter jl verck elld brennanda. ok kvol eilifa. at hann skyllde eigi hirtast orada sinna. ef hann vere cu minntur vm þav verk er til eilifs dauda draga. med pui at engi mvnde kaupa allrar veralldar Riki. er eigi mætti þola eins dægvrs kvol j helvitis pislvm. Nu verdur fyri þui sia Ogipta so

"

1) St' eir's e'bps (= statutum Eiriks erkibiskups) fyrirsögn í skinnbókinni með rauðu letri. Upphafsorðið í skinnb. er Eyr. og hefir par verið ætlast til að lesa Eyrikr", en þar þarf ekki að eyða orðum að hversu rángt þetta er, þar sem Eiríkr varð erkibiskup 1188, en Klængr biskup andaðist 28. Febr. 1176 (Húngrv. kap. 19). Villan er komin af því, að upphaflega hefir staðið E. einúngis, en á öðrum stöðum Eyr., þar sem átti að vera Eiríkr, og hefir svo ritarinn haldið að allstaðar ætti að standa sama nafnið.

[blocks in formation]

lengi á landi ydrv. at þeir bera hofdingia nofn hier er slikv fylgia. svmer lærder. en svmer olærder. Nv kann eg marga at nefna. þa er j storglæpvm standa. En ek vil en eigi hropa pa at sinne fyri alþydv. En po vil eg vanda ydvarn eigi lengur bera. þviat mer er nu glæpur manna kunnr. og so nofn þeirra kvnnig er giortt hafa. Nu kenne menn aller. þeir sem menn hafa drepit. pa fyribyd ek þeim Guds pionostv giord. fra hinne fystu uigslu til ennar efstu. og framleidis fyribyd ek ollum ken[n]e monnum soknar mal. ά hendur sier at taka nema orvỏssum frændvm sinvm. eda bornvm. födvr lausvm. eda konum verndarlausum. og þo felausvm. og fyri gudz saker. og til enskis anars hlutar. hvatke1 er a fez. þviat þat er j mote gudj. og helgvm settningvm at annann veg se. og hefer margur madur hier med slikvm sveitar dratt og of kappi lifit latid bæde þessa heims og anars. og skylde uit slika hluti kenne menn miok varast. þviat at þeir eiga micla vægd vit olærda menn at hafa. og so aller menn vit þa og þvi meira vandræde er epter þat gengur. ef þeim verdur misþyrmt2. þeim mvn meir3 skylldv kenne menn vit sia til slikts at haga er hvorumtveggia ma koma til eilifra meina. þviat hverr er sa j gudz banne og papans er misþyrmer kenne manni med heiptugri hendi. og ma hvergi lavsn taka vm drap. eda afhog[g] ken[n]e manz eda mungs+. nema þar sem papinn er. en af oss fyri sar og lost. eda bardaga. Nv sitia þeir menn hier med ydur j slikvm navdvm og lata sem ecki varde. Nv stefne ek þier og ollvm þeim vtan. er j banne ero. fyri þessar saker er nu hefi eg tint. og fyribyd ek monnum at vera vit þa samvistvm at sama borde. eda at kirkiv med þeim at vera. eda heilsa þeim. fyri vtan þa. er þeir ero flutter til lausnar. En ef menn vilia pra sitt vit leggia. og vilia helldur j banne vera. en lavsn taka. þa ero bæde þeir er fyrst hafa til verkast. og so hiner er netiast sidan j bande med þeim. af samuist þeirra. þa ero aller j einv banne vpp fra olafs. Messo deigi. þeim at næstur er. epter pat missere er [þessor bodord' hafa flytt verit vm landit jnan. ef eigi uilia menn vikiast til hialprada

[blocks in formation]

þessara þeir sem hlutt eiga þessa mals. þa af hlydne þeirre er biskupar eigv at veita. byd ek þeim af gudz alfv at þeir letti allri þionustu giord er byriar uigslu þeirra. sidan sia Olafs messa lidur. er nv nefnda ek. En ef þeir mecgv eigi at þvi dveliazt fyri heimskra manna á ganga1. sæke a konungs fvnd og uorn. En ef menn vilia til heilræda vikia þa lækned mal ydvart vit gud. j þann veg sem nv er mæltt bæde vm þyrmslvr. og misþyrms][u]r. vit kenne menn. og so vm hordoma þeir menn er j þvi ero bundner. So og þat sem þier hafit af giortt vit konunginn. og vit landz lyd hans. pa leidrettist þat vit hann, þott marger verde vit botina skipazt. þar sem faer hafa misgiort. biskups kosningi og2. ef þier uilit at heilv rade standa. þa frestid eigi og latid hann vtan koma at svmri at uisu. pui bæde protar klæng biskup [mod og matt3. og skulvt þier ecki lengur þar ætla til þionustvgiordar. En pier siaet van[d]lega fyri kostninge ydrum. [at taka] þann til hofdingia er þier ætlid hellzt mvnv salv ydvare vilia til gudz styra hvatke er þeir leggia j mote heilrædom hans er misverka hitta. Valete.

39.

24. Marts 1174.

i-Niðarósi.

MAGNÚS ERLINGSSON Noregskonúngr leggr sig og ríki sitt undir vald og vernd hins helga Ólafs konúngs æfinlega, og heitir Eysteini erkibiskupi og kirkjunni í Noregi miklum réttindum; þar á meðal, að Niðaróskirkja megi hafa toll af einu skipi árlega, og láta flytja þrjátigi lestir mjöls til Íslands.

Þetta bref kemr að vísu ekki Íslandi við nema að litlum hluta, en það er svo merkilegt í sjálfu sèr, að vert er að prenta það hér í heilu lagi, og segja stuttlega hvernig á því stendr.

Eptir andlát Jóns Birgissonar erkibiskups í Niðarósi, 24. Febr. 1157, var kosinn Eysteinn Erlendsson, og vígðr 1161. Eysteinn

1) venjulegra væri: ágang eða ágangi, en hèr gæti verið haft ágangar áganga af því í latínska frumritinu hefði staðir propter insultus. 2) púnktrinn er her fluttr aptr fyrir orðið, en í skb. er hann fyrir framan. 3) frá [ mîôd z maltt, skb. 4) hyoke, skinnb.

var kominn í föðurætt af bróðursyni Guðrúnar Ósvífrsdóttur. Úlfi Óspakssyni, þeim er bezt fylgdi Haraldi Sigurðarsyni Noregskonúngi og var stallari og svili hans (Úlfr Ospaksson + 1066 Jón sterki Erlendr hímaldi Eysteinn erkibiskup); en í móðurætt var hann kominn af Arnmæðlingum. Hann hafði áðr verið kapellán Ínga konúngs, og þekkti því vel til allra stjórnarmála ríkisins, en paraðauki var hann í frændsemi eða tengdum við alla mestu höfðíngja í þrændalögum, og sjálfr skörúngr hinn mesti, var hann því rétt sem kjörinn til að grundvalla veldi kirkjunnar og erkistólsins í Niðarósi. þetta gjörði hann og frýjulaust, svo að stóllinn bar hans menjar jafnan síðan, og mart var annað sem hann afrekaði, því hann hefir verið einhver merkastr allra erkibiskupa í Niðarósi. Hann fékk hækkað gjöld erkibiskups af þrændalögum um helming, hann stofnaði bygging aðalkirkjunnar í Niðarósi, og í bréfi því sem hér fylgir eptir fær hann konúnginn til að játast undir fyrir sjálfan sig og alla sína eptirkomendr, að taka ríki sitt og kórónu svosem til lens af Ólafi hinum helga, en þared erkibiskupinn réði fyrir hinum æðsta helgidómi Ólafs, þá var þetta hið sama sem að gefa sig undir full umráð erkibiskupanna og umsjón, svo að með þessu bréfi varð erkibiskup í raun og veru æðsti stjórnari ríkisins í Noregi bæði í andlegum og líkamlegum efnum.

Erlíngr jarl hinn skakki átti Kristínu, dóttur Sigurðar Jórsalafara, og með henni son, sem Magnús hèt. þegar allir synir Haralds gilla voru dauðir, þá felldi Erlíngr jarl Hákon herðibreid, son Sigurðar munns (1162), og skömmu síðar Sigurð bróður hans, Markúsfóstra. þá vildi Erlíngr láta taka til konúngs Magnús son sinn, sem þá var barn að aldri, og þareð hann var ekki til fullnustu svo borinn til ríkis sem vera skyldi, er hann var ekki konúngborinn í föðurætt, þá vildi jarlinn bæta það upp með því að láta krýna hann til konúngs; trúði hann því, að ef svo væri gjört mundi enginn þaðan frá kalla til ríkis í hendr honum; en sú trú brást, því tuttugu árum síðar felldi Sverrir konúngr hann frá ríki og lífi. Um haustið 1163 vígði Eysteinn erkibiskup Brand Sæmundarson til Hóla á Maríumessu hina síðari (8. Septbr., eða sem þá var 17. sunnud. eptir Trinitatis; Húngrv. kap. 18) og var hann í Noregi um vetrinn; þá var þar og Jón Loptsson frá Odda, sonr Lopts prests Sæmundarsonar hins fróða og þóru, dóttur Magnús konúngs berfætta. Þá tók konúngsættin við frændsemi Jóns, og var hann mikils metinn. Það sama haust kom Stephán legáti af páfagarði til Noregs, og hefir þá um vetrinn verið samið um krýníngu hins únga konúngs, og hver lofað að styrkja annan, erkibiskup og Erlíngr skakki; en sumarið eptir, 1164, var Magnús konúngr Erlingsson kórónaðr í Björgvin, og eru allir um það samdóma, að þá muni hafa gjörzt sá máldagi, milli Erlíngs konúngs vegna, og erkibiskups kirkjunnar vegna, sem hér er í bréfinu, en konúngr var þá barn að aldri, átta vetra einna. Konúngsvígslan fór fram í Björgvin sumarið

[ocr errors]

1164 með mikilli viðhöfn; þar var viðstaddr Brandr Hólabiskup og Jón Loptsson, og fóru síðan út til Íslands. Róstusamt var þó í Noregi, að konúngr væri vigor, en með ráðum og harðfengi Erlings og fylgi erkibiskups og höfdíngja urðu allir flokkar undan að láta. Um vetrinn 1174 kom upp flokkr í Vík austr, sem hafði til foríngja Eystein meylu, er kallaðist sonr Eysteins Haraldssonar gilla. Sá flokkr var snemma harðsnúinn og hvatr til hryðjuverka, og átti þó í upphafi við ramman reip að draga; það var flokkr Birkibeina. þegar Magnús konúngr bjóst á móti þessum flokki um vorið 1174, var hann 18 vetra gamall, þá mun hann hafa hlotið að staðfesta krýníngarmáldaga sinn, til þess að vinna hylli erkibiskups og liðveizlu, og látið gjöra bréf það er hér fylgir eptir. Eysteinn meyla varð ekki lánggæðr, en eptir hann gjörðist Sverrir foríngi Birkibeina, hann felldi Erling jarl og Magnús konúng son hans, og stríddi síðan alla æfi til að ná aptr fullu valdi undir konúngdóminn, því er afsalað var með þessu bréfi.

Ekki vita menn nú til frumrits af brèfi þessu, og er ein afskript, sem allar aðrar eru komnar frá. Þessi afskript er með hendi Arilds Hvitfelds, hins danska sagnaritara, en ekki Bartholins, í bók í safni Árna Magnússonar Nr. 22 b. Fol. (Adversaria Hvitfeldiana"), bls. 100—101; frá þessari eru sprottnar aðrar: 1) með hendi Árna Magnússonar í safni hans af norskum bréfa-afskriptum (Apogr. chart. Nr. 3); 2) med hendi Jóns Marteinssonar og leiðréttingum Langebeks, í Leyndarskjalasafninu (Langeb. Diplomatar. við ár 1164. 24. Marts); 3) í safni eptir Foss í konúngsins miklu bókhlöðu, Gaml. kgl. Saml. Nr. 2848. 4to., og er þar bæði sleppt miklu úr brèfinu og hitt óáreiðanlegt.

Prentað er bréf þetta í Suhms og Schönings Forbedringer i den gamle danske og norske Historie. Khavn. 1757. 4to. bls. 428 athgr. y; Thorkelins Diplomatar. Arnamagn. II, 8-10 (ex apogr. A. Magn. Nr. 3"); Norges gamle Love 1, 442-444. Ágrip í Werlauffs Anecdoton Hist. Sverr. reg. illustr. Hafn. 1815. 8vo. formál. bls. XIII. Sbr. Torfæus Hist. Norveg. III, 567; Munch. Det norske Folks Hist. II. 1, 926 -939; II. 2, 186; Keyser. Den norske Kirkes Historie I, 238-246.

Það hefir valdið miklum efasemdum, að í bréfi þessu sjálfu stendr, að það sé gefið á páskadegi, en í niðrlaginu stendr dagsetning MCCLXXVI. X. kal. Aprilis, þ. e. 23. Marts 1276; væri það, ef allt væri rétt, rúmum hundrað árum seinna, og nær hálfum mánuði fyrir páska á því ári sem bréfið ætti að vera útgefið á. Þessi dagsetning getr með engu móti komizt heim, og hafa margir getið til ýmislega, hvernig þessu yrði komið í lag; getgáta Árna Magnússonar er að minni ætlan heppilegust, og fer hann um það þessum orðum (á blaði sem fylgir afskript hans: Nr. 3). Ars taled er rangt, ä ad vera c Brefed er ut gefid ä paskadag, sem af þvi sialfu er ad räda.

« AnteriorContinuar »