Imágenes de páginas
PDF
EPUB

Eptir máldagabókinni D 12, bl. 120 (sbr. Nr. 24 og 55 hér að framan).

þessi máldagi er ekki ritaðr í bókinni eptir fornum máldaga, heldr eptir máldaga Sveins biskups hins spaka (1466-1476), eru þá komnar inn í skrá þessa á tveim stöðum greinir, sem ekki hafa verið í hinum forna máldaga, svo sem augljóst verðr þegar menn bera saman Mela kirkju máldagaskrár frá ymsum tímum, sem enn eru til allmargar, ein eða fleiri frá hverri öld. Með þeirra leiðbeiníng hefi eg aðskilið það hið elzta, sem eg ætla réttilega heimfært til Þorláks biskups hins helga, og hefi eg áðr fært rök að (Nr. 55), hvers vegna eg tel það til ársins 1181. það sem máldaginn hefir um landamerki Mela stendr ekki í hinum síðari máldögum kirkjunnar, og kynni menn því að hugsa, að því væri einnig skotið inn í Sveins máldaga, en mér virðist það vera augljóslega fornt, og muni það vera fellt úr af því mönnum hafi þótt óþarft að rita það upp aptr, fyr en eptir svo lángan tíma, að hin forna skrá gat verið orðin fúin og þurft endrnýjunar við, og til þess gat verið komið á ofanverðri fimtándu öld. það er eitt til líkinda um, að landamerkin sè forn, að máldaginn er saminn ekki mjög laungu eptir að Þorlákr á Melum hafði keypt jörðina, og við þau kaup munu landamerki Mela hafa verið ákveðin eptir lögum (Grágás í landbrigða þ. 2. kap.; Fins. II, 80).

þeir feðgar Þorlákr og Magnús á Melum voru merkir menn og höfðíngjar; frá þeim eru komnir, Melamenn, og eru ættir þeirra raktar víða í Landnámabók (Ísl. s. 1843. 1, ættatafl. 1 og III). þeir voru náskyldir Reykhyltíngum og Sturlúngum. Magnús Þorláksson á Melum átti Valdísi, dóttur Hreins ábóta að þíngeyrum, Styrmissonar, af Gilsbekkínga ætt († 1171; ísl. Ann.; sbr. Bisk. s. 1, 85 athgr. 8). Magnús veitti Páli presti Sölvasyni í Reykjaholti móti Böðvari Þórðarsyni og HvammSturlu í Deildartúngumálum, og sýnir það, að hann var fullroskinn maðr og héraðsforíngi 1179 (Sturl. 2, 34). það kemr því allvel heim, að hann hafi nálægt þessum tíma lagt fè til kirkjunnar á Melum.

Melar.

Þetta er maldage kirkiunnar a melum. at hon a allt heimaland itakalaust. mep ollom þeim gognom oc gæþom er þorlakr keypte oc magnus lage til.

Ero pesse landamerke i millum mela oc belgs holltz. flatr steinn fyrir norðan osinn a skala læk oc upp a steininn a skala hollte oc papan i titlings hollt. oc papan augsyn i vorpohollt oc papan i byrgishollt. oc papan augsyn i fiskelækiar

steckia. oc papan i fugls pufo. skamt fra tungarpe at fiskelæk. stackgarps' enge i fiskelækiar veito oc or fuglþufo i iarpkrossa supr i veito vip læke. oc augsyn þaþan i stein fyrir ofan holltz fot. oc augsyn or holltino i kringlottar pufur. oc augsyn papan i landbrotz kelldur. sem sunnan ganga i vatnit. Garþr er gengr or melavatne oc ofan i meyiavatn fyrir ofan garp a Annarr garþr ofan or tungarpe a ase. oc ofan i gilit fyrir vestan akrgerpe a ase.

ase.

Kirkian a reka allan þaþan fra þvi gile oc til steinsins fyrir norpan skalalækiar os.

Fiarmapr af melum a at sitia a tungarpe at ase.

Hun a selia land allt. er liggr i millum fosslækiar oc tungu ar2.

Kirkian a æfinliga skylld i fiskelæk. mork vax epa saup a haust. þann er iafn gopr se.

þar scolo oc vera .ij. prestar. epa prestr oc diakn oc kvenngilldr omage or kyne magnus.

þar er lofapr groptr ollum þeim likum. er menn vilia þangat færa oc kirkio lægt er.

Þar liggr til kirkio tiund af xv bæium oc half or hofn. þar fylgia kirkiur at læk. oc i hofn. oc bænhus .iij. oc luka .vj. aura af hverio3.

[blocks in formation]

MALDAGI kirkjunnar að Miklaholti [er Þorlákr biskup þórhallsson setti].

þessi máldagi er prentaðr eptir máldagabókinni úr Skálholti, sem nú er í stiptsbókhlöðunni í Reykjavík, D 12, bl. 65 (sbr. Nr. 24 og 55 hér að framan).

1) stack gard z, D 12.

2) hér hefir verið skotið grein inn í máldagann síðar um jarðaeignir, kvikfé og eignir innan kirkju, og er þeirri grein sleppt her, en mun koma fram i sidari máldögum.

3) hér er bætt við grein í máldaganum, sem er miklu ýngri, og er henni hér sleppt, en hún mun koma fram í síðari máldögum.

Gunnþjóf þann, er hér er nefndr í máldaganum, og mun hafa gefið Miklaholts kirkju þær eignir sem henni eru hér taldar, hefi eg ekki fundið nefndan í sögum vorum nè fornum skrám. það kveðr svo ramt að, að nafn þetta kemr hvergi fyrir í Landnámabók, og varla eða ekki á Íslandi annarstaðar, svo getid sè, en í Noregi er nefndr Gunnþjófr bóndi nálægt þessum tíma, enda er og nafnið í sjálfu sér fornt, og svo er nefndr sonr Fridþjófs hins frækna (Friðþjófs s. í Forn. s. Norðrl. II, 100), svo ekki er að efa að nafn þetta hafi verið á Íslandi, þó vèr höfum nú ekki sögur af því.

Myckl[a] hollt.

Myckla holltz kirkia a heimaland allt mep ollom gæpom. tialldeyiar mep ollom gæpom. ketil sker oc hello sker oc tapna sker at helminge vib skognesinga. mep ollom gæpom. reke fra fossløk vt op leyningar at helminge vip skognesinga. Naust giorp oc sallt gerp' i skogarnes land oc acrgerpe. Scognesingar eigo einge i miclaholltz lande hia deildar læk fyrir reka varpveizlo. hafrsfell. lagsardalr. lagsarbacke. pufna land. Rece a homlu barpa. at þeim hluta sem til telsc. nauta afreitr2 a flotur3. Raupmælingar eigo haga heimilan .xij. hrossom .ij. manoþr i micla holltz land supr fra huse. oc husrum manne. er gætir. at hafrs felle. skogr i langa dal. hylir .ij. i straumfiarþar a niþr fra laxa. kyr .x. eitt naut vetrgamallt. L. a. gelldungar .ij. [ok] xx. sneguer. tvevetr hestr einn. ij. merkr vapmala. CCC i busg[ognom] oc husbunape. tvenn messo fot. XL. rapta [til forkirkiu giorþar5.

Su er afskylld fiar þessa. at prestr oc diacn scal vera i mycla hollte. [oc] qvengillder omagar .ij. pr kyni gunnþiofs. oc scolo þeir hafa alla atvinno af stapar fiam. oc vinna stap allt þat er þeir mega.

Þar scal ala menn alla þa er ser megu eige geta mat oc klæpe. fyrir osco socom epa elle epa vanheilso.

1) þannig hefir og Gyrðs máldagi, en í Gísla máldaga er hjalls gerþ; sýnist það vera allsennilegt að lesa svo, en þó mun þetta vera rèttara. Flötur (þ. e. nú kallað Flatir).

=afréttr.

2)

3)

[ocr errors]

4)

=

snøggir, þ.e. án reyfis. Dipl. Isl. 1. B.

5) frá [ og forkirkiu giord, D 12.

18

Þesse songr1 þvatnæætr allar. oc fimto notr allar. [oc] messor fyrir postola messor allar.

[blocks in formation]

MALDAGI Mariu kirkju á Kolbeinstöðum [sem Þorlákr biskup Þórhallsson setti].

Eptir máldagabókinni D 12, bl. 104 (sbr. Nr. 24 og 55 hér að framan).

[ocr errors]

Þorleifr sá sem hér er nefndr hefir sira Jón Halldórsson ætlað að vera mundi porleifr hreimr. porleifs hreims er getið í Sturlúngu allvíða, hann var úngr þegar Flugumýrar brenna var, og var þá fyrir skenkjurum (1253), síðan var hann lögmaðr þrisvar (1263-1266, 1268-69 og 1271-72) og andaðist 1289. Ef hann væri sá sem hér er nefndr, þá yrði máldagi þessi að vera frá dögum Árna biskups Þorlákssonar. En bæði virðist mér máldaginn sjálfr lýsa því, að hann sè eldri, og svo mundi Þorleifr hreimr að líkindum vera nefndr lögmaðr, ef hann væri sá sem hér er talað um; þykir mér og alllíklegt, að sira Jón Halldórsson kunni að hafa minnzt brèfs Oddgeirs biskups Þorsteinssonar 17. August 1375, um ómagavist í ætt þorleifs hreims, en sú ómagavist var í Hítardal, en ekki á Kolbeinstöðum, enda er og jafnvel sagt í því bréfi, að Þorleifr hreimr hafi eignazt þá hina sömu ómagavist í Hítardal af Katli presti föður sínum. þessvegna þykir mèr hitt líkara, að þessi porleifr se porleifr beiskaldi, sonr Þorláks hins auðga í Hítardal (1200). Sá Þorleifr er víða nefndr, einkum í Landnámabók, Sturlunga sögu, Þorláks, biskups sögu og víðar, og var einn med helztu mönnum á Íslandi á sinni tíð. Þorleifr beiskaldi var ekki mikill vin Sturlu í Hvammi (Sturl. 2, 28), en hann er talinn ávallt í flokki með þorláki biskupi, og þar var hann í fylgd með honum um Borgarfjörð þegar Bæjar-Högna mál stóðu yfir (Þorláks s. hin ýngri kap. 20; Bisk. s. 1, 286), gekk hann þá í milli við Eyjólf Stafhylting og bægði vandræðum; það er þessvegna haròla líklegt, að hann muni hafa eptir sig látið gjafir til kirkna og fátækra. Þorleifr beiskaldi átti Herdísi Kodránsdóttur, af ætt Ósvífrs hins spaka, Helgasonar, og er komin frá Álfheiði dóttur hans Kolbeinstaða ætt og Melamanna ætt í Borgarfirði (Ísl. s. I. B. [1843] ættat. IV; Antiquit. Americ. ættatafl. VIII).

1) sqgur, D 12.

2) allar, b. v. D 12.

Kolbeins staper.

Mario kirkia a Kolbeins stopom a Mydal. prests messo fot. silfr kalek. tiolld vmhverfis. kluckur .iij. alltara klæpe priu. globa ker ok ellbera. munnlogar .ij. oc lás.

þar scal vera prestr oc syngia allar heimilis tiper .ij. messur hvern dag vm langa fosto. oc salo tiper hvern aptan. hvern dag messa vm jola fosto. oc avallt er messa er gor til. lysa scal fyrir helga daga fra hinni fyrro mario messo til ennar sipare. en hveria nott þaþan fra vnz liþr paska viko.

Þar scal vera qvengilldr omage or kyne porleifs2.

þar scal heima tiund. oc af atian bæiom oprom. oc songr til fimm bỏnhusa.

[blocks in formation]

MALDAGI Mariu kirkju á Hítarnesi [sem Þorlákr biskup pórhallsson setti].

Máldagi þessi er tekinn eptir þeim tveim bókum: D 12, bl. 103 (sbr. Nr. 24 og 55 að framan) og Nr. 263 Fol. í safni Árna, bls. 75, og er hann kallaðr þar gamall máldagi".

66

Hítarnes er kallað staðr" lengi fram eptir öldum, og svo er það kallad Beneficium" í máldaga Gísla biskups 1574. Kirkja hefir staðið þar alla tíma, þángað til hún var af tekin með konúngsbréfi 17. Mai 1765 (Lagas. III, 525); síðan er jörðin kölluð lensjörð prestsins, en þíngin eigi að síðr Hítarnes þíng (Johns. Jardat. bls. 133, 140).

Hitar nes.

Mariu kirkia a hitar nese a hitar nes land mep ollom gæþom. hon a .X. kyr. oc hundraþ agilld[r]a sauþa .X. hundrap3 alna j busgognom oc husbunape. XX. vætter matar. oc fra skilpir selar oc fiskar.

1) ofa uallt, D 12.

2) porleifs Hreims lögmanns, D 12 utanmáls, með hendi sira Jóns Halldórssonar í Hítardal.

3) hundrud, D 12.

4) þann. 263; busgagni, D 12.

« AnteriorContinuar »