Imágenes de páginas
PDF
EPUB

Su er afvinna þessa fiar. at þar scal vera prestr. oc syngia allar heimilis tiper. oc annan hvarn dag .ij. messor vm langa fosto. hvern dag messo um jola fosto. oc avallt er messa er til gior. ef prestr er heima. vigilia hvern aptan of langa fosto. priar lecciur. þar scal lysa hveria nott fra mario messo hinne efre vnz lipr paska viko.

þar scolo oc vera .ij. qvengillder omagar. er ser vinno1 alla reipo. or kyni þorhalls2 epa steinunnar.

Jorundr scal varp veita þessom fiom. oc hans erfingiar. ef biscope pickia þeir til fallnir, en ella or þorhalls3 kyne eþa stein[unnar]. sa sem biscop vill.

Kirkia a alltaris klape priu. kertastikur .ij. kluckur .ij. munnlogar .ij. oc tiolld vm hverfis kirkio. tiv merkr vax. Fiorom morcom scal kaupa at preste vapmala. Leyfþr er þar groptr.

[blocks in formation]

MALDAGI kirkjunnar að Fossi á Mýrum [sem Þorlákr biskup Þórhallsson setti].

Eptir máldagabók í safni Árna Nr. 263 Fol., bls. 71.

Jörðin Foss við Lángá á Mýrum eða Lángárfoss (Johns. Jarčat. bls. 131) hefir ávallt verið bændaeign. Kirkjan sem þar var er nefnd hálfkirkja í Gísla máldaga (1575), en lögð nior eptir konúngsbréfi 17. Mai 1765 og kölluð þá „kapella” (bænhús; Lagas. h. Ísl. III, 525).

þessi er kirkiu maldagi at Forsi. at hun a pordisar fit halfa. vagstrond. kyr ij. þar scal syngia annan hvarn dag helgan. paskadag. mariumessur allar. mikals messu. nicholass messu. Auguthu messu. ottu songr með annari hvarri messu. heima tiund oll. ok lysitollar. þinga tollr ok sva fra smiðiu hvali. gialda presti tvær merkr. vj. aura a alftanes epa sauð.

4

1) vinne, 263; vinnu, D 12.
3) skammstafað í báðum: þ' y'.

2) porhallz, 263; Þorhalldz, D 12.

4)

=

Agatha, 5. Februar.

en ef sonr margretar eða tanna verðr prestr þa skal af sex aura gialld a alftanes.

[blocks in formation]

MALDAGI Mariu kirkju á Bakka í Hrútafirði [er þorlákr biskup Þórhallsson setti].

Eptir bókinni D 12, bl. 101 (sbr. Nr. 24 og 55 hér að framan).

Bakki í Hrútafirði er á síðari öldum almennt kallaðr Prest

bakki, svosem kunnugt er. Í Wilchins máldaga (1397) er kirkjunni eignað þar allt heimaland, en í Gísla máldaga (1575) hálft, einsog hér. Á öndverðri átjándu öld átti Gudmundr porleifsson hinn ríki í Brokey jörðina, og gaf bændahlutann kirkjunni, er um það bref ekkju hans, Helgu Eggertsdóttur, og erfingja þeirra, Fuhrmanns amtmanns, útgefið í Brokey 13. Juni 1720 (Lagas. handa Ísl. 1, 787), og hefir Prestbakki síðan verið allr kirkjueign (sbr. Johns. Jarcat. bls. 218).

Þorlákr biskup fór um Vestfjörðu fyrsta sinn 1182 (Sturl. 3, 2; Gudmundar s. kap. 9; Bisk. s. 1, 425); þá vígði hann kirkju í Kálfanesi við Steingrímsfjörð, og er þá harðla líklegt hann hafi einnig verið á Bakka í Hrútafirði, sem er þar í nágrenni við.

Feðgar þeir sem hér eru nefndir, Valgarðr og Þorkell, eru ekki kunnugir af öðrum sögum, en eptir líkingu nafnanna að ráða væri ekki ólíklegt, að Þorkell prestr í Síðumúla og sonr hans Valgarðr, sem þorgils skarði lèt drepa um haustið 1253 (Sturl. 8, 23), hafi verið af þessari sömu ætt, enda finnum vèr og optlega, að Húnvetningar hafa flutzt suðr í Borgarfjörð og sezt þar að (Eidr Skeggjason, Hallfreðr vandræðaskáld o. fl.).

Backi jhruta firpe.

Mario kirkia a backa j hruta firpe a heima land halft. oc pria tugo a oc fimm kyr. buning sinn allan. þangat scal tivnd giallda mille mela oc guplaugs vier. oc sva [af] vikinne sialfre.

þar scal vera prestr heimilis fastr. oc syngia þar allar heimilis tiper.

Þar scal lysa fra mario messo hinne fyrre til hinnar siparre. fyrir helga daga. ef lios ma vel ut bera. en hveria nott papan fra vnz lipr paska viko. oc scal biscop fyrir stapar fiam rapa. en þeir hafa feþgar valgarpr oc Þorkell mepan þeir þikia til færir.

[blocks in formation]

MALDAGI [Þorláks biskups Þórhallssonar í Skálaholti] fyrir Mariu kirkju undir Hrauni [Staðarhrauni].

Eptir máldagabókinni D 12, bl. 104 (sbr. Nr. 24 og 55 hér að framan).

Máldagi þessi er svo forn, að hann getr varla ýngri verið en frá dögum Þorláks biskups hins helga, en hann er heimfærðr hér til ársins 1185 af því, að um þetta leyti var Þorlákr biskup opt í Borgarfirði, og átti þar í deilum við Högna í Bæ og Eyjólf Stafhylting.

Tanni Torfason, sá er hér er nefndr, er að minni ætlan sá hinn sami sem gefið hefir í upphafi hálft Staðarhraun til kirkjunnar, og Hallfríðr kona hans (sjá Nr. 26, bls. 172-174 hèr að framan); er þess og getið, að Tanni þessi muni vera sá Tanni Torfason, sem Landnámabók rekr ætt til (Landn. 11, 4).

Hraune.

Mario kirkia vndir raune a heima land oc annat at forse' mep ollom gæþom. kyr .xij. oc sextige a. oc .LX. agilldra gilldunga. halft annat hundrap vapmala. epa hesta .ij. atta hundrop alna j busgognom oc husbunape. oc kvernar vm fram. hon a alltaris klæbe .ij. oc silfr kalek. er vegr halfa mork. kluckur fimm. oc tiolld vm alla kirkio. alltara stein buinn. plenarium. messo fot prenn. oc .xij. manapa tipa bækг.

afreitr j langa vatzdal notum2 ollom. oc lia eigi oprom. þar scal vera prestr oc diakn. oc [syngia] allar heimilis tiper. tvær messor vm langa fosto hvern dag. oc vigilia hvern

1) Brúarfossi (Johns. Jardat. bls. 131). 2)

= nøtum, nautum.

aptan. messa hvern dag vm iola fosto. oc annan hvarn dag þess a mille. oc avallt er messa er gior til.

papan scal hallda bru a hitará. oc griotá.

lysa fyrir alla helga daga fra mario messo hinne fyrre til hinnar sipare. en hveria nott þapan fra vnz liþr paska viko. erfþar staþr scal vera. oc hafa sa er biscope biker bezt til fallinn or kyne tanna torfa sonar.

[blocks in formation]

MALDAGI kirkjunnar í Reykjaholti í Borgarfirði [er Þorlákr biskup Þórhallsson setti].

Eptir frumritinu sjálfu frá Reykjaholti, sem prestrinn sira Vernharðr Þorkelsson hefir góðfúslega lèð mér.

Máldagi þessi verðr prentaðr í safni þessu í heilu lagi við árið 1224, og mun eg þar skýra ítarlegar frá honum, en eg get hér þess að eins, að eptir því sem eg kemst næst þá er hann í þremr köflum, og er sinn kaflinn ritaðr á hverjum tíma. Leidi eg þetta bæði af efni máldagans sjálfs, og af ritshætti þeim sem á honum er, og tel eg fyrsta kaflann ritaðan ekki síðar en á dögum Þorláks biskups, eg tek til 1185, það ár sem Páll prestr Sölvason andaðist og Magnús prestr sonr hans tók við. þeir feðgar voru báðir hinir mestu vinir Þorláks biskups. Annar kaflinn er eflaust ritaðr þegar Snorri Sturluson tók við Reykjaholti af Magnúsi presti (um 1207), og hinn þridi ekki fyr en 1224 um haustið, þegar Snorri gekk að eiga Hallveigu Órmsdóttur, og Íngibjörg dóttir hans var gipt Gizuri Þorvaldssyni. Tveir hinir síðari kaflarnir segja sjálfir til hvenær þeir sé ritaðir, hinn fyrsti tilgreinir aptr á móti einúngis fasteignir og ítök kirkjunnar, en nefnir ekkert það, er menn geti ráðið af hvenær hann sè ritaðr; þó er hann svo ólíkr hinum, að augljóst er hann muni vera töluvert eldri en þeir; er hann því og her settr meðfram til þess, að mönnum gefist færi á að bera hann saman við hina aðra máldagana, sem hér eru á undan komnir og heimfærðir til daga Þorláks biskups, en eru ekki fundnir nema í afskriptum.

Til kirkio ligr i rakiaholte heimaland mep ollom lands nytiom þar fylgia kyr tottogo. gripungr tuevetr. XXX. a. oc

hundrap. þar ligr til fim hluter. grimsar alrar en þrir huerfa undan. nema | þat es [ec] mun nu1 telia. þat es hlaupa garþr2 alr. oc prir hluter arennar fyr | norpan miþberg. en fiorgongren huerfr fra. þar fylger oc fiorþongr haorgs hyliar sipan es settungr es af teken oc ostemma | at raupa vats ose. þar fylgia hestar þrir enge verre an3 XIIII aurar. | þar huerfr oc til selfor i kior meþ óveþe þeirre es þar fylger at helfninge oc afretr a hrutafiarþar hepe. oc itoc þau es han a. i faxa dal. oc geitland mep scoge. Scogr i sandale niþr fra sclakkagile umb | scala tofst. gengr mark fyr nepan or steinom þeim es heita klofningar þeir standa vip sandals o. ok þar up a fialsbrun. þar fúlger oc scogri puerarlip at vipa til sels. torfscurpr8 i steinpors stapa land. Salds sæpe nipr fort.

[blocks in formation]

SKRÁ [Ögmundar ábóta Kálfssonar] um kanoka setr og staðar forráð að Helgafelli.

Þessi skrá er nú ekki til sèrílagi, heldr er hún sett inn í máldaga Helgafells klaustrs í máldagabók Wilchins biskups 1397, og hefir hann án efa látið setja hana í bók sína eptir frumritinu, sem hefir verið á Helgafelli. Handrit þau af Wilchins máldaga, sem eg hefi tekið her skrá þessa eptir, eru pappírsbækrnar Nr. 259 (bls. 100) og Nr. 260 (bls. 108) í Fol. í safni Árna Magnússonar, báðar med hendi Jóns prests Erlendssonar í Villingaholti í Flóa (1632-1672), sem mest ritaði fyrir Brynjólf biskup; einnig máldagabókin Nr. 263. Fol. í safni Árna, sú er áðr var getid (Nr. 49 her að framan), rituð 1598, og er skrá þessi talin þar einnig sem Wilchins máldagi" (bls. 102).

[ocr errors]

1) munnu, frumr. 2) garþr, yfir línunni með sömu hendi í frumr. 3) þannig frumr. og þó tveir seinustu stafirnir einsog frálausir hinum. Arni Magnússon heldr her misritað, og hafi átt að vera fiorþongren. 4) her er sem eyða í frumr. i enda linu fyrir fimm eða sex stöfum. 6) mun án efa vera misritað fyrir hon, þ. e.

5)

= en.

kirkjan í Reykjaholti.

7) í frumritinu er samtengt einsog af ialsbrun.

8) annig eptir öllum afskriptum, en nú er komið her gat á skrána, svo eigi sést nema lítið af f-inu í samstöfunni torf.

« AnteriorContinuar »