Eptir því sem Annálar segja var klaustr sett 1172 í Flatey á Breiðafirði. Sá sem mest hefir gengizt fyrir því, og án efa lagt þar til eignir sínar, hefir verið Ögmundr Kálfsson, hefir hann og verið þar ábóti orðinn 1174', því þá var hann í biskupskjörum með Þorláki og Páli presti í Reykjaholti (porl. s. kap. 9; Bisk. s. 1, 98) og er talinn skörúngr mikill". 1182 var hann með Þorláki biskupi á yfirferð hans yfir Vestfjörðu, og var við kirkjuvígslu í Kálfanesi í Steingrímsfirði (Guðmundar s. kap. 9; Bisk. s. 1, 425). Tveim árum síðar (1184) segja Annálar að klaustr hafi verið flutt úr Flatey og að Helgafelli, en hvernig það hefir að borizt vitum vèr eigi. Það er að sjá, sem Ögmundr ábóti hafi sjálfr keypt landið að Helgafelli, og nokkrar eignir með, og lagt það til klaustrsins, og að sú gjöf hafi verið grundvöllrinn. En Ögmundr ábóti lifði ekki lengi síðan, og drukknaði um vorið 1189 (Sturl. 3, 6; Guðm. s. kap. 15; Bisk. s. 1,,432; ísl. Annálar telja 1188) í Túnguósi, þar sem kallað er Ábótapollr. Skrá þessi lýsir því sjálf, að hún se samin skömmu eptir að klaustrið var sett, og þessvegna er hún hér heimfærð til ársins 1186. þau eru og önnur rök þar til, að hér eru engar aðrar eignir taldar klaustrinu en þær, sem það er stofnað með, og er enda ekki talin jörðin þrándarstaðir, sem Æsa hin auðga að Hólmlátri gaf þángað, og hlýtr að vera komin undir klaustrið á fyrstu árum þess á Helgafelli. Ekki vitum vèr með vissu neitt um þá þrjá menn, Guðmund, Ólaf og Eyjólf, sem hér eru nefndir, en tímans vegna getr það vel staðizt, og er jafnvel mjög líklegt, að Guðmundr múnkr Loðmundarson (1201), Ólafr kanoki Sigurðarson (1204) og Eyjólfr kanoki þorsteinsson († 1228) se pessir hinir sömu, sem skráin getr um; en hvað sem um það er, þá er það víst, að enginn þeirra hefir ordid ábóti á Helgafelli, því 1187-1230 voru þessir þar ábótar: Þorfinnr þorgeirsson (Sturl. 3, 3; Landn. 1) í ábótatali frá 14. öld í Stokkholmsbók af Biskupasögum (Nr. 5 í Fol.) eru taldir ábótar í Flatey Eyjólfr Hallsson og Hafliði Horvaldsson, en þar mun vera eitthvað mishermt, og slengt saman við ábótatal í Saurbæ og Hitardal (sbr. isl. Ann. 1212 og 1201). 2) um gjöf Æsu er talað í landamerkjaskrá Þrándarstaða og Íngjaldshols, sem er rituð hérumbil 1280. Í þeirri skrá er sagt, að Æsa hafa gefið Þrándarstaði staðnum að Helgafelli". Finnr biskup telr gjöf þessa til hérumbil 1174 (Hist. Eccl. Isl. iv, 67) en þá var enn klaustr i Flatey, og getr því jörðin ekki verið gefin fyr en síðar. Æsa hin auðga er án efa Esa Þorbergsdóttir, kona Þórhalls Svartssonar á Hólmlátri (Sturl. 2, 29); hann var auðugr maðr, og allmikill fyrir sér. Sveinn Sturluson vó Þórhall hèrumbil 1174, og átti hann þá eptir þrjár dætr vaxnar. Æsa hefir því orðið að vera gömul kona 1184, og hefir varla lifað lengi þar eptir. II, 25. 27, +1216), Ketill Hermundarson, Hallr Gizurarson og Hallkell Magnússon. Þorfinnr ábóti bjó fyrir sunnan áðr en hann komst í ábóta stétt, en ætt hans var að vestan, og er því líklegt hann kunni að hafa verið af kyni Ögmundar ábóta Kálfssonar, sem oss er nú ókunnugt. rapit. at þeir Guðmundr oc stap her at Helgafelli. oc halda til. sva fiolment sem þa vill Þenna rapahag hofum ver Olafr oc Eyiolfr scolo taka vip' her kanoka lif ef gup gefr af verþa. meþan mitt lif er. en hafa stap meþan þeir vilia. oc þeir verpa til færir. oc sa þeirra sem lengr lifir. ef sa er færr. Nu villda ec at annarr hvarr gupmundr epa olafr tæki þetta sæte eptir [mic]. ef þeir gæta at ser. oc kome eige spiöll a þeirra rap. þau er firi þvi eige at standa. en ef eige verþr sva. þa villda ek at þeir hefde fiarrap oc tæke abota. ef sva vill ganga. þætte mer bezt. at af varo kyne være. ef sva ma. mep umsio biskops. Nu ef eige verpr af til at munklife se halldit. hvat sem at skortir. þa hofom ver akvepit. hver her skal kennimanna vist vera .V. messo songs menn. diakn oc subdiakn. ij. messur hvern dag rumhelgan. en svo helga daga sem forraps maþr vill. allt annat tipa halld sem somir. Mep pesse afskylld fara þeir fear hlutir. lond fiogr. þau er þar fara saman mep eyium þeim er abote keypte þar mep itakalaus. oc mep ollom gæþom. raptskogr i dranga land, oc arnar huals enge. kyr .XX. vxn. ij. tamer oc graþungr. viij. hross. hit fæsta. XX i busgagne oc husbuninge. oc þeim gæpom sem innan veggia ero. kvern oc selnet. ij. skip. annat atta ært en annat sexært. hundrap bæækr. oc messoklæpe. oc allt annat kirkio skrup. klockor .iiij. oc skrin. þau fe oll saman virpe ek sva sem þriu hundrup hundrapa mune vera. oc hundraps alna virp kugillde þess fiar. er i þvi er. 1) mz (með), handr., og er það ýngra orðatiltæki og líklega breyting ritarans. 70. 27. Januar 1189. i Lateran. CLEMENS páfi hinn þriði bannar öllum klerkum og kennimönnum í Noregi að bera vopn. Bref þetta er að vísu ekki nema til klerkastéttarinnar í Noregi, en bréf Eiríks erkibiskups, það sem hér fylgir næst á eptir, sýnir, að hann dvaldi ekki við að birta það á Íslandi. þó megum vér ekki skilja þetta bref svo, sem þar með sẻ nýtt bodord gefið, er erkibiskup hafi síðan birt á Íslandi með bréfi sínu, og hafi það þarmeð orðið þar í lög leidt, heldr er þetta brèf einúngis ritað til að halda fram þeirri reglu, sem fyrir laungu var sett, og ítrekuð á mörgum þíngum kirkjunnar, en var lítt aktað í Noregi um þessar mundir. Á Íslandi sjáum vér að regla þessi hefir verið orðin almenn í tíð Gizurar biskups (Kristni s. kap. 13. 14; Bisk. s. 1, 29. 31), og þess er getið sem merki klerkdóms Páls prests Sölvasonar í Reykjaholti, að honum lágu opt eptir vopnin á alþíngi (1181), þegar Jón Loptsson rèði honum til að bera þau til að verja hendr sínar. Regla þessi hefir því verið alkunnug á Íslandi laungu áðr en þetta bréf var ritað, en af þessu bodi páfa og erkibiskups sjáum vér enga verkan, því í deilum Gudmundar biskups og optar bera prestar vopn einsog aðrir og berjast hraustlega (Sturl. 4, 6 og víðar). þó er það eptirtektar vert, að í stað þess að á öndverðri elleftu öld var sú stefnan, að fjölga goðorðum og mínka þau, og gjöra þar með einstökum höfðíngjum örðugra fyrir að beita ofrvaldi, þá kemr það fram á ofanverðri öldinni, að prestar gefa og selja af hendi goðorð sín veraldlegum höfðíngjum, og beina þarmed veg til að auka veldi þeirra, metorðagirnd og ráðríki. par med opnast og vegr til þess, að hin andlega og veraldlega stéttin skilst að, og hvor beitir sínu vopni, önnur hinum útlendu kirkjulögum frá Róm, en önnur hinum fornu innlendu lögum og venjum, þar til hún leiðist einnig til að leita aðstoðar hjá útlendu konúngs valdi. Páfabréf þetta er prentað her eptir Frumritinu, sem er í hinu norska frumbrèfasafni Árna Magnússonar Fasc. III, Nr. 1 (ekki 1, 3) en það er áðr prentað í Finn. Joh. Hist. Eccl. Island. IV. í Formálanum; Thorkel. Diplomatar. Arnamagn. 11, 11 og í Langes og Ungers Diplomat. Norveg. 11. Samling. Christiania. 1852. 8vo. Nr. 1. Frumbréfið er svo í hátt, að það er 6 þuml. á breidd, 4 á hæð, faldrinu tæpr hálfr þumlúngr, ígegnum miðjan faldinn tvö göt með í dregnum gulum silkiþræði, og hángir þar á blýbóla páfans heil og ósködduð. Framan á bólunni nafn páfans: CLEMENS PP. III. í þremr línum, aptaná höfuð tvö, og á annað að vera Páls postula, en annað Pètrs; yfir höfðunum: SPA. SPE. (p. e. Sanctus Paulus. Sanctus Petrus); milli höfðanna sverð standandi á oddinum, í mynd svosem kross. Aptan á bréfinu með fornri hendi: Ne clerici arma in 66 expeditione assumant". Þar undir með hendi Árna Magnússonar ártalið 1189. þar fyrir neðan Num. XXXVI." og nedst Fasc. 3. 1.", sem er tala bréfsins í bréfasafni Árna. Utan við þetta hægramegin stendr með hendi Árna: Clementis III. bulla at ingen Clericus maa gaa i Krig eller bære gevær. 1189". Clemens episcopus seruus servorum dei. Dilectis filiis vniuersis clericis per Norweiam constitutis. salutem. et apostolicam benedictionem. 66 Cum arma clericorum iuxta sacre scripture testimoni | monium orationes et2 lacrime iudicentnr. periculosum est nobis et professioni uestre penitus inimicum bellis uos carnalibus immiscere. qui debetis etiam a curis secularibus abstinere. Juxta illud apostoli. Nemo militans deo implicat se negotiis secularibus" et cetera. Jnde est quod uniuersitati uestre auctoritate apostolica prohibemus. ne quis uestrum nisi forte ut tribuat penitentiam et alia sacramenta | ecclesiastica morientibus. et praua opera dissuadeat. in expedicionem ire. aliqua temeritate presumat. Alioquin. sententiam quam propter hoc venerabilis frater noster...3 Nidrosiensis archiepiscopus in uos tulerit. nos auctore domino ratam habebimus. et mandabimus inuiolabiliter obseruandam. Datum Laterani. v. | kal. Februar. anno Secundo. Pontificatus nostrj BREF EIRÍKS ERKIBISKUPS til biskupanna á Íslandi, Brands Sæmundarsonar og Þorláks Þórhallssonar, um hjúskaparmál og um kennimenn. 1) pann. = testimonium. 2) þannig útgáfurnar; í frumbrèfinu er þetta orð nú ólæsilegt, einsog það væri skafið út. 3) eyða, og þar í púnktar fyrir upphafsstaf nafnsins. Eptir skinnbókinni úr Borgarfirði Nr. 186. 4to í safni Árna Magnússonar, bls. 110-114 (sbr. Nr. 38 hèr að framan). Bréfið er prentað áðr í Finn. Joh. Hist. Eccl. Isl. 1, 244–249, og í Index diplomatum" (IV, 381) heimfært til ársins 1180, er það án efa prentvilla ein, í stað 1188, þegar Eiríkr varð erkibiskup. Orðamunr helzti eptir Hist. Eccl. er tilfærðr og merktr F. það virðist mèr augljóst af brèfi þessu, að það muni vera hið fyrsta embættisbréf, sem Eiríkr erkibiskup hefir ritað til Íslands, og ætti það eptir því að vera sent út þángað um vorið eða sumarið 1189. þau orð, sem einkum votta þetta, eru, að hann kveðst nú vera til bodorda settr yfir biskupunum báðum, og annað hitt, að boðorðin um kennimenn eru hèrumbil sama efnis hér eins og í bréfi Clemens páfa hins þriðja hèr næst á undan. þetta bréf hefir því erkibiskup án efa haft með sér frá Róm 1189, og auglýst það sem fyrst um sitt erkibiskupsdæmi. Bref þetta hefir verið upphaflega á Latínu, og það er svo að sjá, sem það hafi verið íslenzkað af þeim hinum sama sem ritað hefir skinnbókina. Til þessa er ljós vottr bæði einstöku orðatiltæki í bréfinu sjálfu, sem eru stælt eptir Latínunni, og þó einkum, að utanmáls eru mörg orð rituð á Latínu, og þegar að er gætt, þá eru það þau orð sem hljóta að hafa staðið í bréfinu sjálfu, ordrett rituð upp úr því; það er og eptirtektar vert, að einmitt þau orðin í Íslenzkunni, sem samsvara hinum latínsku er utanmáls standa, eru rituð með öðru bleki, en þó með sömu hendi í bókinni, og er auðsætt, að ritarinn hefir í fyrstu skilið eptir eyður fyrir þessum orðum, og ritað þau inní síðar; er það líklegt hann hafi verið í vafa um hvernig þeim skyldi snúa, og ráðfært sig um það við aðra, en síðan ritað inní eyðurnar, þegar þeir hafa verið búnir að koma sér niðr á hversu snúa skyldi. petta bref er eitthvert hið þreifanlegasta dæmi um, að erkibiskupar hafi ritað á Latínu,, þó vèr þekkjum nú ekki sum bréf þeirra nema á Norrænu (= Íslenzku), það er að skilja í útleggingum, sem að líkindum eru allar samdar á Íslandi og þessvegna hvergi að finna nema í íslenzkum handritum. Statvta Eyreks erkibiskups'. Eyr[ekr] erki biskup sender kvediv brandi biskup[i] og porlaki biskupi brædrum sinum Guds Qvediu og sina. Mikils hugda eg at a fatt vere med ydur. En eigi hefur mer so birst firi augvm fyr. sem nu. og se eg af þui. at nv hefur ec heyrtt. at hier er micill þorf gudz vina. þviat anad 1) fyrirsögn með rauðum stöfum í skinnbókinni. Upphafsstafrinn grænn, gulr og rauðr. |