Imágenes de páginas
PDF
EPUB

annat likara kristni guðs til næða en allr yðuarr a skilnaðr af huoRatueGiu halfu komi fyri oss þvi biodvm ver yðr aullum fyr nefndum af þvi guðs ualldi sem ver haulldum synðum yorum til lausnar kirkiunni til frelsis ok aullum landz lyd til eiginligs friðar at þer komið an uarn fvnd forfalla laust sem fyrst megi þer sipan skip ganga ok sakir þess at ver höfum kallat biskupinn eigi sior bioovm ver per arnorr vndir banōz uiðrlaugu at þu ueitir biskupinum liðugan gang til stols síns þar með allan kost a kirkiunnar náið sva uilium ver ok bioðum undir saumu striðu at hann ok hans föruneyti hafi sua sæmiligan kost af kirkiunni fram ok aptr með hennar eyrindi at hann megi uel fara huar sem hann vill vera.

Nv ef þer þveriz enn móti þessum uórum ueg skulum ver hug a leGia sem skylldan byðr at koma mót yðr skipiz þer ok uel uið skylldumz ver ok þui framan at gera yðrum mala greinum huað gott er ver megum þuiat mattvgr er guð at reisa sonu habrahams upp af steinum.

[blocks in formation]

MALDAGI Álptamýrar kirkju í Arnarfirði, [sem Páll biskup Jóns

son setti].

Eptir máldagabókinni í safni Steingrims biskups í stiptsbókhlöðunni í Reykjavík D 12, bl. 63 (sbr. Nr. 24 og 55 hèr að framan).

þessi máldagi er svo forn, að hann verðr varla talinn ýngri en frá tíma Páls biskups Jónssonar, og er þá sennilegast að heimfæra haun til þess árs, þegar Páll biskup fór yfir Vestfirðínga fjórðung; en þetta var árið 1211, svo sem segir í sögu hans (Páls biskups saga kap. 17; Bisk. s. 1, 144). Í þessari ferð tók hann banasótt, og komst nauðulega til Hítardals, þar lá hann nálega fjórar vikur, og komst heim í Skálholt þrem nóttum fyrir Símonsmessu (25. Oktbr.). þó reis hann aptr úr rekkju og las messu seinast á allraheilagra messu dag (1. Novbr.), en nokkrum dögum seinna sló honum nièr aptr, og andaðist hann í Skálholti 29. Novbr. 1211.

Máldaginn fellr eiginlega í tvennt, eða í tvo kafla, og er þó ekki að sjá á þeim mikinn aldrs mun. Sá er einúngis munrinn, að hin seinasta grein máldagans virðist hafa verið borin í lögréttu sèrílagi, eptir því sem fyrir skipað er í Kristinrétti þorDipl. Isl. I. B.

24

láks og Ketils 13. kap. (Thorkel. bls. 58; Fins. Grág. kap. 4, bls. 18), og er mælt svo fyrir í þeirri grein máldagans, að prestr og djákn skuli vera heimilisfastir á Álptamýri, en áðr er einúngis gjört ráð fyrir að prestr sè þar innanpinga. Á báðum greinunum máldagans má sjá, að Álptamýri hefir þá verið bóndaeign og bóndabýli þegar máldaginn var gjörðr, og það var jörðin 1230 og enn síðan (Sturl. 7, 4: III, 11).

Um þá menn, sem nefndir eru í máldaganum, vitum vèr ekki að segja neitt með vissu. Af því að nefnd eru saman karl og kona: Steingrímr. Þuríðr. Kár. Yngilldr. Högni prestr og Cecilia, gæti mönnum dottið í hug,, að hér væri nefnd þrenn hjón, sem hefði lagt til kirkjunnar á Álptamýri, og þá líklega búið þar eða þar í grennd við á síðara hluta tólftu aldar, eða hèrumbil samtíða Þorláki biskupi hinum helga. En vèr finnum einnig flestöll nöfn þessi á fyrra hluta þrettándu aldar í Arnarfirði og Dýrafirði, enda þótt vér ekki þarfyrir getum sagt með vissu, hvort það sé hendíng ein eða ekki, eða það sé aðrir menn úr sömu ættum. Eg skal þó geta nokkurra þeirra: Steingrímr Ólafsson hèt heimamaðr Rafns Sveinbjarnarsonar á Eyri (Rafnseyri); hann kvað Andreas drápu fyrir Rafn þá nótt sem Rafn lifdi seinasta († 4. Marts 1213; Rafns s. kap. 19: Bisk. s. I, 672; Sturl. 4, 17: 1, 33); þó Steingrímr væri heimamaðr með Rafni þarf það ekki að vekja neinn grun um, að hann væri ekki frjálsborinn maðr eða af góðum ættum, því vèr finnum opt um þessar mundir, að göfugra manna synir eða frændr voru heimamenn hjá göfgum frændum sínum. Þuríðr hèt dóttir Rafns á Eyri; bóndi hennar, Helgi Sveinsson, fell á Örlygstöðum 1238, og sonr hennar Guttormr bjó í Lokinhömrum í Álptamýrar sókn 1212 (Sturl. 7, 4: III, 11). Kár múnkr Geirmundarson var forgaungumaðr að sættarfundi, þeim er haldinn var að þíngeyri í Dýrafirði 1213, eptir víg Rafns á Eyri (Sturl. 4, 18: II, 35); hefir hann þá án efa verið gamall, því sonr hans Eyjólfr Kársson féll í Grímsey 1222 með Guðmundi biskupi Arasyni, og var hann þá roskinn maðr. Eyjólfr átti Herdísi, dóttur Rafns Sveinbjarnarsonar, en Kár múnkr átti Arnleifu, dóttur Jóns Húnrauðarsonar af Húnrauðlinga ætt fyrir norðan í Húnavatnsþíngi, og kemr hann því einnig við skrár í því héraði.

Yngvildr het dóttir Arons Bárðar sonar hins svarta, af Seldæla ætt, og mun hún hafa verið í Arnarfirði; hún var jafnliða í ætt við Rafn á Eyri, og líklega á aldr við hann; hefir hún þá án efa verið roskin kona 1211. Högna prests finnum vér hvergi getið, svo að heimfært verði til þessarar skrár. Cecilia het dóttir Guðmundar Sigurðarsonar; hana átti Bárðr Þorkelsson á Söndum í Dýrafirði, sem bjó þar 1242 (Sturl. 7, 4: III, 11). Vèr sjáum því á þessu, að flest af nöfnum þeim, sem í máldaganum standa, hafa verið til í ættum á Vestfjörðum á þeim tímum sem hér koma til greina, og geta

jafnvel þessir menn allir sem hér voru nefndir verið þeir hinir sömu sem máldaginn getr um. Þó er ekki þarfyrir eptir minni ætlan ástæða til að gjöra máldagann ýngri en hér er sett, því væri hann það, þá mundi varla bregðast að getið væri annaðhvort Bjarna Sverrissonar, sem Sturla Sighvatsson kúgaði til að selja landið á Álptamýri 1230 (Sturl. 5, 11: II, 123), eda Odds Ólasonar, sem þá keypti landið að Bjarna. Væri aptr á móti máldaginn settr fyr, svo sem á tíma þorláks biskups hins helga, til ársins 1182, þegar þorlákr fór um Vestfirðínga fjórðúng, þá væri að vísu orðfæri máldagans alls ekki á móti því, heldr öllu fremr með, en nöfn þessi sem hér eru talin gæti þá alls ekki átt við sökum tímans, og virðist það þó varla vera hending ein, að nöfnin flest geta með fullum líkindum heimfærzt til þess tíma sem hér er settr.

Alfta myre.

Sa er maldage kirkio þeirrar er stendr vestr a alfta myre. er helgop er mario mopor vars drottens. [oc] Joane baptista. þar ero til gefnar atta tiger hundrat alna. þau fe liggia þar heima. en stapadals land allt liggr þar til kirkio.

[Su er afvinna af] fe þvi. at þar scal af giallda atian alner vapmals oc gefa þurfamonnom a hverio hauste. oc skipta meþ annare tiund.

En sva scal kirkio varþveita. at þar scal messo syngia hvern helgan dag. oc iafnskuld op alpinge sem þess a mille. þar scal messo syngia alla leyfisdaga. þa er mep meira hallde ero oc hvern dag op langafosto. pa er3 messa er til gior. oc sva imbrodaga alla. syngia þria daga messo j viko hverre. a mille drottins daga. nema prestr eige heiman farar or þingom sinom.

Prestr scal minnasc. j hverre messo er hann syngr at Mario kirkio. þeirra manna allra. er sin auþæfe hafa lagt til þeirra[r] kirkio. nefna til einkum Steingrim. poripe. Kar. Yngilldi. Hogna prest oc Cecilio. oc renna hug sinom op

1) eyða í D 12.

2) iafnkuld, D 12; i frumritinu hefir sk verið dregið í eina stafsmynd, svo sem stökusinnum sést í afgömlum skrám, og hafa menn síðar lesir þar sem eill k.

[blocks in formation]

alla þa menn. er sina olmoso hafa þangat lagt. Scal buande lata lysa kirkio fra mario messo inne fyrre. hveria nott. oc allt til philippus messo1.

En sia maldage er nu hafpr j logretto.

prestr oc diacn scal vera heimilis fastr a Altamyre. oc lata skômmom2 missa oto songvar. oc oracio3. skrypesc1 opt j messom oc varþveitip vel kirkio. goper bropr. oc gorit sva fyrir gups saker.

98.

[1217].

á alþingi.

ALÞINGISLÖG i kristnum rétti um lögföstur, um hjúskap og um ómegð.

[ocr errors]

:

Þegar Páll biskup Jónsson andaðist í Skálholti, 29. Novbr. 1211, var biskupslaust um vetrinn til alþingis. þá var valinn Teitr Bessason, sem áðr var getið, sumarið 1212 á alþíngi, sonr Bessa Halldórssonar og Halldóru, dóttur Gizurar Hallssonar lögsögumanns. Teitr biskupsefni mun þá hafa verið í Skálholti um vetrinn, en sumarið eptir fór hann utan (1213), og með honum Þorvaldr í Hruna, móðurbróðir hans (eða eiginlega hálfbróðir móður hans, Sturl. 3, 5: 1, 205); én Magnús prestr Gizurarson í Bræðratúngu, annar hálfbróðir móður hans, tók þá við ráðum í Skálholti og fór þángað. Um vetrinn eptir andaðist Teitr biskupsefni í Noregi, og varð ekki vígðr, en þorvaldr kom út um sumarið eptir. Það sumar var þá enn enginn biskup kosinn, og hélt Magnús prestr ráðunum; en á alþíngi 1215 var Magnús prestr kosinn til biskups, og fór utan til vígslu samsumars. þess var áðr getið, að þórir erkibiskup Guðmundarson var andaðr 8. August 1214; var þá kosinn til erkibiskups í hans stað Guttormr, og mun hafa farið til Róms þá um haustið. En árinu áðr, 19. April 1213, hafði Innocentius páfi hinn þriði stefnt öllum erkibiskupum og þar að auki ábótum, príorum og prelátum úr hinum nálægari löndum, til almenns kirkiuþings í Rómaborg, er átti að hefjast 1. Novbr. 1215. pegar Guttormr erkibiskup var vígðr, mun páfinn ekki hafa viljað gefa honum heimfarar leyfi fyr en kirkjuþinginu væri lokið, en það stóð 11-30. Novbr. 1215, og er það kallað hið fjórða kirkjuþing í Lateran; mun þá Guttormr erkibiskup hafa verið þar nálægr. þíng þetta var mjög fjölmennt. Þar voru 71 höfuðbiskupar og erkibiskupar, 412 biskupar, fleiri

1)= frá 15. Aug. um haust til 1. Mai á vor. 2) kômỏ ( skömmom), D 12. a) líkist mest dracna í D 12, oracio (= oratio) þ.e. bæn í messu. ♦) krijdizt, D 12. 6) brodur, D 12.

en 800 ábótar og príorar, og þaraðauki fjöldi sendiboða frá erkibiskupum, biskupum, prelátum og sömuleiðis frá konúngum og öðrum höfdíngjum. Hin helzta fyrirætlan páfans var að ávinna alla kristua menn til að hafa samtök að frelsa Jórsalaland frá yfirráðum Serkja; en margar ályktanir voru þar einnig samdar um trúarlærdóma, kirkjusiðu og hjúskaparreglur. par var áskorað um þrenningarlærdóminn fastara en áðr var; þar var ákveðið í trúarjátníngu, að brauð og vín breyttist í kvöldmáltíðar-sakramentinu í Krists sannarlegan líkama og blóð; þar var bannað að geyma í kirkjum veraldlega fjármuni; skipað var að geyma vandlega undir lás heilagt við smjör og guðs líkama; enn var það og skipað öllum kristnum mönnum, að taka skriptir og gánga til altaris að minnsta kosti á páskum ár hvert. Um hjónabönd var það ákveðið, auk annars, að héðan af mætti byggja hjúskap í fjórða lið, þar sem áðr hafði verið fullt bann við að byggja hjúskap nánara en að fimta. þessara greina er her getið vegna þess, að þær koma síðar fram í kirkjulögum og skipunum biskupa á Íslandi, og hin síðasta þeirra, um kvonfaungin, er lögtekin á Íslandi í nýmæli því sem hér fylgir eptir.

sumars.

Um vorið 1216 mun Guttormr erkibiskup hafa komið heim til stóls síns, en skömmu síðar vígði hann Magnús Gizurarson til biskups að Skálholti, og fór hann út til Íslands sanÁrið eptir á alþingi mun Magnús biskup hafa borið upp nýmæli það sem hér fylgir eptir, og höfum vèr það því til sönnunar: 1) að sú grein í því, sem snertir kvonfaung manna, er samkvæm því sem ákveðið var á kirkjuþinginu í Lateran 1215, og er það óefað, að þá ákvörðun hafi Guttormr erkibiskup haft með sér til Noregs, og Magnús biskup til Íslands (en Guðmundr Hólabiskup var um þetta skeið í Noregi, sem áðr var getið); 2) er getið beggja síðari atriðanna í nýmæli þessu í annálum vorum með þessum orðum: "Færð frændsemi og ómegð í lögum", og setja allflestir, og einmitt allir hinir beztu annálarnir það við ár 1217. Til þess hins sama miðar það, sem talið er í annálum í Guðmundar biskups sögu hinni elztu (Bisk. s. 1, 507), þar sem segir: "Fêrð frêndseme ok úmegd"; 3) stendr í nýmæli þessu sjálfu, svo sem það er orðað í Konúngsbókinni, að það se gjört þá er Magnús Gizorarsun var byskup orðinn"; það er óefað svo að skilja, að það var lögtekið skömmu eptir að hann var orðinn biskup.

Lög þessi eru tekin her eptir tveim hinum elztu handritum sem nú eru til af Grágás: Konúngsbókinni eða Skálholtsbókinni í bókasafni konúngsins (4) og Staðarhólsbókinni í safui Árna Magnússonar (B).

þegar vèr þarnæst skoðum efnið í lagaboðinu, þá finnum vèr þar þrjú atriði, sem aðgreina þarf. Er hið fyrsta um föstur; annað um hjúskaparleyfi og hið þriðja um ómegð.

1. Hið fyrsta atriðið, um föstur, er ekki nefnt í annálum, þar sem þessa lagaboðs er getið; mætti mönnum

« AnteriorContinuar »