Imágenes de páginas
PDF
EPUB

sem ekki

að menn þóttust hafa meira fyrir sér, þegar sagt var að sá eða sá siðr væri við kirkjuna í Niðarósi, eða í Rómaborg o. s. frv., eða sumir þóttust ekki vilja tigna þann helgan mann væri tignar annarstaðar en á Íslandi; en ekki finnum vèr neinn vefengja það vald biskupa, að skipa fyrir um ymsa hluti í slíkum efnum. par að auki ber einnig skipanin sjálf með sèr, að biskup hafði ráðaneyti klerka sinna, þareð hún er samþykkt á prestastefnu. Að efninu til er ekki heldr neitt í skipun þessari, sem ekki er samkvæmt þeirra tíma siðum og lögmáli, og miðar til at bæta reglur í kirkjusiðum og efla gott siðferði. Prestum er her skipað í fyrstu grein, að hafa ekki hina sömu þjónustugjörð lengr en einn mánuð í senn; það bendir til, að þeir muni hafa haft áðr óbreytta þjónustugjörð um marga mánuði, og þarmed forsómað að hafa nógar og reglulegar tíðabækr. Hinar næstu greinir miða til að koma fastri reglu á kirkjusaung, og er sú regla samkvæm hinni rómversku kirkju. Greinin um skriptir er að nokkru leyti bygð á skipunum kirkjuþingsins í Lateran 1215. Seinasta greinin miðar til að gjöra mun á lausakonum sem eiga börn, og eigingiptum konum, og bendir sú skipan til, að allar konur hafi áðr verið leiddar í kirkju á Íslandi með sama sið, en greinarmunr svipaðr þeim sem hèr er skipaðr hefir ávallt síðan haldizt við, meðan sá siðr stóð að leiða konur í kirkju. Árni biskup Þorláksson hefir staðfest á ný skipun þessa (1269 eða 1270), og mundi það eigi hafa orðið ef hún hefði verið svo fjarstæð, að samþykkt hennar hefði verið afsetningarsök fyrir þann biskup sem setti hana.

Eg hygg, að með afsetning Magnús biskups hafi verið allt öðruvísi úfað, og muni viðskipti þeirra biskupanna Guðmundar og hans á einn veginn, en á annan veginn viðskipti beggja biskupanna við hina veraldlegu höfðíngja á Íslandi, eða í fám orðum að segja: viðreign hins andlega og veraldlega valds á Íslandi, hafa verið undirstaða málsins. Allt lýtr að því, að óvild hafi verið undir niðri alla tíð milli biskupanna, frá því að Guðmundr sigraði Magnús í kosningnum. þar við bættist, að framferðir biskupanna voru harðla ólíkar: Guðmundr mat að engu skynsamlega stjórn eða ráðvísi eða eignir í veraldlegum efnum, landslög og réttindi manna voru fyrir honum einkis verð, ef þau sýndust koma í bága við það sem hann vildi vera láta í smáu sem stóru. Magnús helt fram hinu sama sem Páll biskup, hann sætti hverju færi til að auka vald biskupa, en fór aldrei í berhögg. Hann fylgdi höfdíngjum, og var í frændsemi og vináttu við þá, og neytti valds síns til að setja niðr þrætur þeirra og skakka á milli þeirra þegar mest reið á, en þá sá hann svo um, að hann og frændr hans og heilög kirkja báru ægishjálm yfir öllum öðrum. Meðan Páll var biskup ríktu Oddaverjar, eptir að Magnús tók við ríktu Haukdælar, og höfðu þá um tíma Sturlunga í flokki með sér. þetta álit á málinu styrk

ist við, ef vèr lítum skyndilega yfir helztu viðburðina á þessu tímabili, og einkum viðskipti biskupanna.

Samt

þess var áðr getið, að Guðmundr biskup kom út 1218, en jafnskjótt samsumars rak Arnór Tumason hann frá stóli. var hann á Íslandi þartil Sturla Sighvatsson elti hann út í Grímsey og hertók hann þar (1222) og fór hann þá utan. Guttormr erkibiskup tók þá enn hið fyrra bragð, að stefna höfðingjum utan, en enginn gegndi. þá mun og erkibiskup hafa ritað Maguúsi biskupi, því árið eptir (1223) sendi hann tvo klerka með bréfum sínum til erkibiskups. En þá um vetrinn (6. Febr. 1224) andaðist Guttormr erkibiskup, og svöruðu kórsbræðr bréfum Magnús biskups um vorið; er það hið fyrsta sinn sem vèr þekkjum að kórsbræðr komi fram í íslenzkum málum. Vèr verðum varir við upp frá þessum tíma, að vald kórsbræðra í Niðarósi fer æ vaxanda, og afskipti þeirra af kirkjumálum, einkanlega kosningum biskupa og erkibiskupa, en þessa hafa menn ekki gætt á Íslandi, og fyrir þá sök ekki skeytt um að setja þar kórsbræðr eða capitulum á báða biskupsstólana, þareð þeir hafa treyst hinum fornu lögum sjálfra sín, að þeir skyldi biskupar vera sem kosnir væri af lærðum og leikum á Íslandi. En fyrir þetta hið sama voru kosningar þeirra að engu hafðir, þegar vóx metnaðr kórsbræðra í Niðarósi, heldr var þá sagt, að þegar engir kórsbræðr væri við einn biskupsstól, þá felli biskupskosníngr undir kórsbræðr móðurkirkjunnar, það er á erkibiskupsstólnum í Niðarósi. En þessir kosningar í Noregi voru aptr ollandi því, einsog vænta mátti, að öll yfirráð málanna lentu í útlendra höndum smásaman meir og meir, og Íslendíngar sjálfir blèsu að þeim kolunum. Eptir að Gudmundr biskup kom til Noregs, var hann fyrst í Björgvin, en síðan fór hann norðr til Niðaróss og var þar tvo vetr (1224-1226). þá kom Pètr erkibiskup í land, og hefir þá Guðmundr biskup túlkað mál sitt fyrir honum; má ráða í á hvern hátt það hafi verið, af því, að 1226 um vorið komu þeir út til Íslands Guðmundr biskup og Björn klerkr, sem kallaðr var Rita-Björn, og höfðu bref erkibiskups, var þar tekið embætti af Magnúsi biskupi, og honum utan stefnt, ásamt þeim höfðíngjunum, Þorvaldi bróður hans Gizurarsyni, Sighvati Sturlusyni og Sturlu syni hans. Af þessari utanstefníngu þyki mèr auðsætt, að breyting Magnús biskups á messusaungnum hafi ekki verið ástæðan, heldr samlag biskups við höfðíngjana, og rógr sá sem Guðmundr biskup hefir getað spunnið út af því, um fylgisleysi Magnús biskups við kirkjunnar málefni; en þar til hefir og einnig komið áhugi erkibiskups og laungun til að fá sem mest ráð á Íslandi, þegar hann sá að Íslendíngar gáfu á sér fángaráð.

Magnús biskup gegndi ekki utanstefning erkibiskups, og hélt embætti sínu sem áðr; þeir höfðíngjarnir sátu einnig kyrrir, og höfðu að engu bod erkibiskups. porvaldr fór að stofna klaustr í Viðey og gjörðist þar kanoki, og Magnús biskup styrkti

þar til. Það sem mest hefir valdið, að skipun erkibiskups var í þetta sinn að engu höfð, hefir án efa verið það, að Pètr erkibiskup andaðist á þessu ári, og eptirmaðr hans, Þórir hinn þrænzki, kom ekki til stóls síns í Niðarósi fyr en 1228, en þá sendi hann jafnskjótt bréf til Íslands og stefndi utan á ný Magnúsi biskupi, Sighvati og Sturlu. Þorvaldr Gizurarson var þá úr sögunni, og kominn í klaustr sitt. þá fór Magnús biskup loksins utan, en Sighvatr og Sturla gáfu utanstefningunni engan gaum. Þegar Magnús biskup kom til Noregs er svo að ráða sem hann hafi verið lengst framanaf í Björgvin, fra því um haustið 1228 og til þess 1230, en þá andaðist þórir erkibiskup og varð hann ekki lángvinnr († 8. Aug. 1230). Á þessu ári er þess getið, að Magnús biskup færi til. Þrándheims, og kemr þá fram ný hlið á hinum íslenzku málum, sem ekki er fagrari ílits en hin fyrri; þá stefna kórsbræðr utan Guðmundi biskupi Arasyni á Hólum, en Hákon konúngr og Skúli jarl stefna höfðíngjum. þessi er hin fyrsta utanstefning frá konúngs hendi, og þó án alls réttar, þareð konúngr átti alls ekki yfir höfðíngjum á Íslandi að segja. En í þessu er grunsamt um að sè bending frá Magnúsi biskupi, og hafi hann sagt þeim, að höfðíngjar á Íslandi mundi eigi þykjast skyldir að meta að neinu stefnur erkibiskups eða kórsbræðra, en þeir kynni heldr að meta stefnur konúngs og jarls, því þá hefir verið að myndast sá almennr hugsunarháttr manna, að konúngar og jarlar væri bornir til að ráða yfir bændum hvar sem væri, en frjálsa þjóðstjórn og jafnborin rettindi þekktu menn eigi nè skildu neitt í. En hafi Magnús biskup gefið þessa bending, sem mér virðist audsætt að verið hafi, þá hefir hann þarmed veitt framgáng hinu háskalegasta ráði fyrir frelsi Íslands. Nú var hann í þrándheimi í tvö ár (1230--1232), og var þá Sigurðr erkibiskup kominn til Niðaróss, þegar hann fór út til Íslands; færði hann nú þau bréf erkibiskups út, að Guðmundr biskup skyldi vera af embætti, og galt með því aptr Guðmundi biskupi í sömu mynt bref þau, er hann hafði fært honum áðr. Ekki höfðu menn á Íslandi verið í þetta sinn svo auðsveipir, að gegna utanstefningum konúngs og jarls; en nú var aptr stefnt utan hinum sömu mönnum og fyr, og þarmeð Þorvaldi Gizurarsyni. Fór það þó enn sem fyr, að enginn gegndi stefnunni. Árið eptir (1233) urðu einskonar lyktir á málum á Íslandi, því þá sættust biskupar báðir við Sturlúnga, og Sturla Sighvatsson fór einn utan, en þessar sættir stóðu ekki lengi, og árið eptir (1234) voru á tíu stöðum flokkar og setur með herbúnaði. Nú voru báðir biskuparnir orðnir gamlir menn, og komu menn sér því saman um að kjósa biskupsefni til beggja biskupsdæmanna, eptir því sem sidvenja hafði verið, voru þá kosnir 1236 Magnús prestr Guðmundarson á þíngvöllum, dóttursonr Jóns Loptssonar í Odda, að Skálholti, og Björn prestr Hjaltason, sem kallaðr var Kygri-Björn, að Hólum. Báðir klerkarnir fóru utan samsumars, en þegar til Noregs kom voru þeim gjörðar allskonar tálmanir,

svo ekki varð af vígslu þeirra. Það er líklegast, að erkibiskup og kórsbræðr muni hafa fundið sèr til formgalla á kosníngi þeirra, að biskupar voru þá enn báðir á lífi og héldu embætti, og fyrir því fór Björn prestr til Rómaborgar. En meðan á þessu stóð þá önduðust biskuparnir Guðmundr og Magnús, báðir á sama árinu (Guðm. † 16. Marts 1237; Magnús 14. August 1237), og var þá Björn prestr í Rómför sinni, en um vetrinn eptir andaðist hann á leiðinni, og var þarmeð eydt máli þeirra biskupsefnanna. Þá var um sama leyti kominn nýr snúníngr á viðskiptin við Ísland, því 1237 um vorið hafði Hákon Noregs konúngr stefnt enn í þriðja sinn utan goðorðsmönnum, og í þetta sinn heppnaðist honum í fyrsta sinn að egna fyrir þá; fóru þeir þá fjórir frændr að sunnan og vestan : Snorri Sturluson, Þorleifr Þórðarson í Görðum á Akranesi, Ólafr Þórðarson hvítaskáld og þórdr kakali Sighvatsson; þá fór og utan Þórarinn Jónsson að austan, sonr Jóns Sigmundarsonar. Um vorið eptir (1238) þegar frètzt hefir lát Bjarnar biskupsefnis til Noregs, mun hafa komið upp það ráð í Noregi, að kjósa norræna biskupa til Íslands, og er ekki getið að hinir íslenzku höfðíngjar mælti þar neitt í móti; er því líklegast, að þeir hafi verið hafðir í ráðum með, og hafi þeim litizt svo á, sem engin hætta væri í að hafa biskupa norræna, heldr mundi það öllu fremr vera ymsum kostum búið, og mundu þessir hinir útlendu menn verða öllu óráðríkari og óágengari við höfðíngja heldr en innlendir biskupar, enda og hafa í annan stað miklu minna bolmagn við höfdíngjum, þared þeir hefdi engar ættarstoðir í landinu, mundi því þetta vera gott ráð til að koma aptr á réttan stofn höfðíngjavaldi því, sem áðr hafði verið, en var lækkað eigi alllítið fyrir biskupavaldinu. Nú kom þar til, að þetta ár (1238) var eitthvert hið mesta kollsteypuár í veraldlegri stjórn, sem liðið hefir yfir Ísland, og má sjá þaraf, hversu mikils var í mist, þar sem báðir biskupar voru fallnir frá, og fimm af helztu goðorðsmönnunum voru úr landi. Á þessu sumri var alþingi eydt med vopnum og ófridi (Sturl. 6, 9: 11, 201) og med höfdíngjum hófst einn flokkr af öðrum, þar til lyktaði með bardaganum á Örlygstöðum og falli þeirra fedga, Sighvats og Sturlu (21. August 1238). það ár voru vígðir norrænir biskupar til Íslands, Sigvardr þéttmarsson ábóti í Selju til Skálholts og bróðir Bótólfr í Helgisetri til Hóla, og komu út vorid eptir til Íslands, þá kom og út Snorri Sturluson og aðrir godordsmenn, og segja menn að Snorri hafi þá gjörzt jarl Skúla hertoga, en Hákon konúngr lagði þá farbann fyrir Íslendínga frá Noregi og fór Snorri að honum nauðugum; mun það ekki efamál, að farbann konúngs muni hafa verið til þess, að Snorri og Sturlúngar þeir sem í Noregi voru skyldi eigi geta komizt til að reisa rönd við Gizuri porvaldssyni eptir fall Sturlu, en Gizur var háðr konúngi og honum handgenginn.

Vèr höfum nú séð viðskipti Magnús biskups og Guðmund

ar og þá viðburði í sögu landsins, sem höfðu rót sína í óheillakosníngi Guðmundar til biskups, og í óvild þeirri sem milli biskupanna var. Er þar af auðsætt, að þessi skipan Magnús biskups um messusaunginn, sem hér fylgir, muni ekki hafa getað verið nein orsök til þess hann yrði settr af embætti. Nú skulum vér skýra nokkru gjör frá því, sem sumum kann að vera ókunnugt í sjálfri skránni. Credo in unum er trúarjátníngin á Latínu (Vèr trúum allir á einn guð, föður almáttugan" o. s. frv.) og er hún prentuð bæði á Latínu og Íslenzku í gröllurunum með nótum, einsog hún var súngin meðan grallarasaungrinn hèlzt. Einsog kunnugt er var hún súngin eptir guðspjall, áðr en prestr steig í stól.

[ocr errors]

Puer natus (Einn sveinn er oss fæddr" o. s. frv.) er messu upphafið í latínusaung, eðr hinum forna kirkjusaung á jóladaginn, og er tekið eptir Esajas spám. 9. kap. þessi sálmr er prentaðr á Latínu í öllum hinum eldri gröllurum, sem latínusaungr er í. Præfationes (prefatíur) í messum, eðr formálar, voru svo kallaðir af því, að sá saungr var súnginn og tónaðr rétt áðr en byrjað var að útdeila kvöldmáltíðar sakramentinu. Præfationes eru svo gamlar, að hin elzta sem menn þekkja var eignuð Jakob postula, en síðan var þeim fjölgað svo í Vestrlanda-kirkjunni, að menn höfðu sumstaðar sína á hverjum sunnudegi, og svo var víða enn á elleftu öld. Síðan skipuðu páfarnir fyrir, hversu þessu skyldi haga, og var þá tiltekið fyrst níu, síðan tíu og seinast ellefu præfationes; eru þær allar hinar sömu sem hér eru skipaðar, nema eina vantar, sem eignuð er Gregorius páfa og er um Andreas postula (sbr. Du-Cange, Glossarium med. Latin., við orð. Præfatio"; Bona, Rerr. Liturgg. Libri III. prent. í hans Opera. Paris. 1678. 3 Voll. Fol.). Allar þessar Præfationes eru prentaðar í hinum katólsku messubókum (Missale Speciale. 1504. Fol., bl. LXX) og víðar, og hjá oss þekkjum vér fjórar þeirra, sem héldust við eptir siðaskiptin og voru súngnar á fjórum hátíðum: jólum, páskum, hvítasunnu og Trinitatis (prenníngarhátíðinni); eru þær allar prentaðar á Latínu og á Íslenzku í þeim gröllurum sem hafa latínusaung, og voru súngnar alltaf meðan grallarasaungrinn hèlzt. Úr sögu Gudmundar biskups höfum vèr eitt dæmi, að præfatio var þá súngin á Latínu, og var það þegar hann var prestr á Völlum í Svarfaðardal (um 1190; Gudm. s. kap. 19: Bisk. s. 1, 438). þær præfationes, sem hér eru taldar eru þessar, og er þá sleppt því sem allar hafa sameiginlegt, sem er forsaungrinn (Dominus vobiscum Drottinn sé með yðr, og: Sursum corda Lyptum upp hjörtum vorum til himins, o. s. frv.) og eptirsaungrinn (Sanctus Heilagr, heilagr, heilagr er drottinn Zebaoth o. s. frv.), en tekið einúngis það sem er einkennilegt við hverja um sig:

--

[ocr errors]

1

I. Quia per incarnati verbi mysterium nova mentis nostræ oculis lux tuæ claritatis infulsit. ut dum visibiliter deum cognoscimus per hunc invisibilium amo

« AnteriorContinuar »