Imágenes de páginas
PDF
EPUB

mál og rithátt jafnskjótt og þeir tóku að semja bækr, og færðu þetta bókmál út smásaman frá kvæðum, lögum og ættfræði til helgra þýðinga og síðan til sagnarita, rímrita og stjörnufræði og margs annars fróðleiks. Það má ráða af hinum elztu ritum hjá oss, að menn hafa samið rithátt sinn að dæmum enskra manna, og fundið til breytingar þær sem þurfti1; má og sjá merki þess, að þegar á tólftu öld hefir bókfræðislegr lærdómr og mentun verið komin að tiltölu á hátt stig á voru landi, sem oss þykir mega ráða af því, að um fyrra hluta tólftu aldar voru tveir af biskupunum í Noregi Íslendíngar, og voru þar þó ekki nema fjórir biskupar alls 2. Þetta mundi varla hafa átt sér stað, ef Íslendíngar hefði ekki haft meira álit á sér fyrir lærdóm og bókfræði heldr en Noregsmenn, og það hjá Noregsmönnum sjálfum. Á ritum Þjóðreks múnks í Noregi og Saxa klerks í Danmörku má sjá, að Íslendíngar hafa um þessar mundir haft mikið orð á sèr fyrir sagnafróðleik og bókmentir. Á tólftu og þrettándu öld má finna ekki allfá rök til, að samband og samskipti hafa verið mikil með þjóðlegri bókfræði Íslendínga og Noregsmanna, en þegar fram í sókti tók að skilja leiðir, og Norðmenn að komast meira og meira á brautir Suðrmanna, og enda draga Íslendínga með sér, þegar kom að riddara sögum, helgra manna sögum og þesskonar fræðum. En bréf og skrár héldu sèr eigi að síðr, að mestu leyti með ummerkjum, og það svo, að á fimtándu og sextándu öld, þegar þýðverska streymdi sem óðast inn á Dani og Danskan inn á Noreg, og kaffærði svo þjóðerni Norðmanna, að þeir skildu ekki framar sín hin fornu rit og urðu að fara að snúa þeim á Dönsku, þá sömdu menn á Íslandi brèf sín og aðrar skrár, dóma, máldaga og sérhvað eina, ekki að nefna sögur og kvæði, á sínu máli eptir fornum sið, með þeim einum breytingum, sem tíminn leiddi með sér. En á sextándu öld komu hinar prentuðu bækr

1) Ritgjörð frá tólftu öld Um stafrofid" skýrir frá þessu greinilega ; hún er prentuð með Snorra-Eddu (SE. II, 10-12).

2) İsl. fornbrèfas. I, 205.

og þær allar á Íslenzku hjá oss, sem héldu málinu föstu mestöllu og auðguðu það að sumu leyti, en í Noregi komu flestar bækrnar frá Danmörku og á Dönsku. Og þetta sýndist vera byggt á eðli málsins sjálfs, eins og þá var komið, því það var ómaksminna, að fá bækrnar prentaðar á Dönsku frá Danmörk eða Þýzkalandi, þegar bókmálið var orðið hið sama og í Danmörku. Þessvegna var ekki prentsmiðja stofnuð í Noregi fyr en rúmum hundrað árum síðar en í Danmörku, þar sem á Íslandi var prentsmiðja sett ekki meira en fjörutíu árum síðar, og þó bækr væri prentaðar í Danmörk eða Þýzkalandi á fyrstu árunum, voru þær þó prentaðar á Íslenzku eigi að síðr.

Efni í íslenzkt fornbrèfasafn er harla mikið, og verðr ekki til fullnustu saman tínt óðar en smásaman fellr; en þó er aðal-uppspretta sú, sem mesta má telja og auðugasta, einkum fyrir hina eldri tíma og fram undir lok seytjándu aldar, Safn Árna Magnússonar í bókhlöðu háskólans í Kaupmannahöfn. Þar er til fjöldi frumritaðra íslenzkra brèfa, og þó enn fleiri í afskriptum, sem Árni hefir flestum safnað, eða látið safna, og borið saman með mikilli nákvæmni. Þar með eru margar fornar bækur á skinni, sem eru á forn lög, bæði kirkjulög og veraldleg lög, og þarmeð stór söfn af réttarbótum, biskupa statútum og allskonar öðrum skrám, harðla merkilegum og þýðingarmiklum í sögu landsins. Frá síðari tímum finnst þar fjöldi af bréfabókum og brèfasöfnum, rituðum í bækr, og eru mörg þau bréf skrifuð eptir týndum frumritum, eða þau eru sjálf frumbrèfa ígildi. Í söfnum þeim, sem eru í bókhlöðu háskólans, og tengd við Árna Magnússonar safn, svosem er viðlagssafnið (Additamenta), handrit Magnúsar Stephensens úr Viðey, handrit eptir Stephán Eiríksson, Krieger stiptamtmann o. fl., eru ekki allfá handrit sömu tegundar, þó ekki sé forn, og eru merkileg að því leyti, að þau hafa sumt, sem ekki finnst annarstaðar, og sumt gott til samanburðar, sumt jafnvel ókunnugt annarstaðar frá. Í bókhlöðu konúngs hinni miklu, og í söfnum þeim, sem þartil heyra, er stórmikið efni að finna. Þar er helzt hið forna konúnglega safn", eða safn þeirra hand

66

rita, sem voru komin í bókhlöðuna fyrir 1780; þar næst hið nýja konúnglega safn", sem hefir að stofni handritasafn Suhms, hins merka sagnafræðíngs og ritsafnara, og annað fleira, sem þar hefir við bætzt; enn fremr safn Otto Thotts greifa, nafnfrægt á sínum tíma að stærð og fjölfræði, og enn önnur smásöfn, svosem Uldalls o. fl. Öll þessi handritasöfn í bókhlöðu konúngs hafa að geyma íslenzk handrit, eða slík handrit, sem hafa skjöl eða skrár viðvíkjandi Íslandi eða skýringar um þesskonar skrár. Auk þess er þar og mikið af lausum skjölum, sem heyra íslenzku fornbrèfasafni til. Af hinum eiginlegu skjalasöfnum stjórnarinnar má geta ymsra, fyrst og fremst er þar ríkisskjala söfnin, og má telja þar einkum til hinna fornu tíma leyndarskjalasafnið, sem hefir ekki fátt af skrám og skjölum, er Ísland snerta; þá er hið forna kansellíis skjalasafn og rentukammersins, og nú skjalasafn hins íslenzka stjórnarráðs, sem vonanda er að dragi til sín smásaman skjöl þau, er Ísland snerta, ekki einúngis þau, sem hin íslenzka stjórnardeild hefir geymd, heldur og einnig öll þau, sem geymd hafa verið í skjalasöfnum stjórnarráðanna.

Á Íslandi er svo mikið efni til fornbrèfasafns, að fullyrða má að það komist næst því, sem nýlega var talið í Danmörku, og meira að segja, að sá er munrinn, að í Danmörku veit maðr hèrumbil hvað til er, en á Íslandi veit það enginn. Efnið er tvennskonar, annað er það, sem geymt er í bókhlöðu landsins eða stiptsbókhlöðunni í Reykjavík, og í skjalasöfnum embættismanna, einkum biskupsins, en annað er það, sem geymt er í söfnum einstakra manna. Safnið í stiptsbókhlöðunni er mest megnis það, sem Hannes biskup átti fyrst og þeir lángfeðgar, sira Jón Halldórsson í Hítardal og Finnr biskup, en eptir Hannes fèkk það Steingrímr biskup, og jók það enn nokkuð. Eptir lát hans var það keypt handa stiptsbókhlöðunni, eptir úrskurði Kristjáns konúngs áttunda; má telja það með velgjörníngum hans við Ísland, að þetta safn hèlzt saman, því hefði það dreifzt og farið forgörðum, hefði það verið bókmentum vorum til mikils skaða, og ekki sízt forn

bréfasafninu, því þar eru einhver hin merkustu og sjaldgæfustu handrit af brèfasöfnum, sem nú eru til; en velgjörníngr Kristjáns konúngs varð oss að tvöföldu láni með því, að hinn ágæti fróðleiksmaðr Páll stúdent Pálsson lagði svo mikla alúð og rækt við safn þetta, bæði landsins vegna og hins fyrra eiganda, að hann hefir með óþreytanlegum áhuga og þolgæði gengið það í gegn blað fyrir blað og bundið það allt og sett í lag, svo það er nú orðið öllum aðgengilegt. Annað er það safn á İslandi, sem er í fremstu röð í þessari grein, og það er skjalasafn biskupsdæmisins. Þar eru geymd hin fornu frumrituðu bréf frá Skálholti og Hólum, þau sem enn eru til, þar að auki afskriptir bréfa í stórum bókum, nokkrar frumritaðar brèfabækr biskupanna, og visitazíubækr, máldagabækr kirknanna, sumar í frumriti (rekaskrá Hólastaðar, Sigurðar registr) en sumar í afskriptum. Þar mun og nú vera geymdr Reykholts máldagi, sem er að nokkrum hluta hin elzta frumrituð skrá, sem menn vita nú til vera á Íslandi, eða á íslenzka túngu rituð.

Enn má telja skjalasafn stiptamtmannanna, og máske fleiri af skjalasöfnum embættismanna, ekki að nefna handritasöfn einstakra manna, sem án efa munu hafa meira eða minna af skrám og bréfum. Þess má og geta, að á stöku stöðum fylgja forn bref kirkjum og einstökum jörðum, og hittast rètt sem að hendingu. Með Íslands söfnum má og telja handritasafn Bókmentafélagsins, bæði í Reykjavík og í Kaupmannahöfn. Þar eru ekki allfáar brèfabækr og dómabækr, og yms önnur handrit, sem geta komið fornbrèfasafninu til nota.

Í útlendum söfnum handrita og skjala hittast ekki óvíða íslenzk rit, sem eiga inní fornbrèfasafn vort. Slík handrit eru að finna í Kristjaníu í Noregi, í Stokkhólmi og Uppsölum í Svíþjóð, í Lundúnum, Oxford og Edínaborg á Stóra Bretlandi, og víðar ef til vill; enn fremr í Parísarborg, í Vatikansafninu í Rómaborg, sem er skjalasafn páfanna, í ymsum stöðum á Norður-Þýzkalandi, í München í safni Konráðs Maurers og víðar, sem ekki verður hæglega talið. Sumt kemr smásaman í ljós í prentuðum

bréfasöfnum ymsra landa eða borga, og verðr með því móti á vegi fyrir oss, en af sumu fáum vèr að frétta afhendingu og sumu ekki.

66

Auk þess, sem getið er um einstök brèf og söfn af þeim, þá eru einnig til önnur, sem eru nokkuð öðruvísi löguð, en þó samkynja að sumu leyti. Það eru máldagar biskupanna, sem eru að einu leytinu einstök bréf fyrir hverja kirkju, útgefin af biskupinum við vígslu kirkjunnar eða við skoðun hennar, en að öðru leytinu eru máldagar hvers biskups, svosem bók sèrílagi, eins og visitatiu-bækr biskupanna á síðari tímum, sem eru einskonar framhald máldaganna. Þó mart sè nú tapað af þessum máldögum, þá höfum vèr þó ekki allfáa einstaka máldaga, jafnvel frá hinum elztu tímum, sem koma í ljós í fyrsta bindi fornbréfasafnsins, en síðan verða máldagasöfnin stærri og heillegri, og kann vera að þá yrði réttara að skilja máldagana frá fornbréfasafninu og láta prenta þá sèrílagi, einsog herra yfirdómari Jón Pétursson hefir byrjað á með Auðunnar máldaga í Tímariti sínu, en til útgáfu máldaganna þarf miklar rannsóknir og samanburð, ef hún ætti að verða áreiðanleg og nokkurnveginn fullkomin, eins og ráða má af þeim einstökum máldögum, sem koma í ljós í þessu bindi. Máldagasöfn þau, sem helzt eru í heild og gæti verið réttara að gefa út sèrílagi, byrja fyrst eptir tíma Árna biskups Helgasonar, því af hinum fyrri er of mikið týnt til þess, að af þeim geti orðið mynduð nein heild. Það eru þessir máldagar úr Skálholts biskupsdæmi: Jóns Halldórssonar, sem árfæra mætti til 1325; Jóns Índriðasonar 1340; Jóns Sigurðarsonar, 1343; Gyros Ívarssonar 1350: Oddgeirs Þorsteinssonar frá 1370, eptir Hítardalsbók; Michaels frá 1384; Vilchins frá 1397; Sveins hins spaka, Pètrssonar, frá 1466; Stephans Jónssonar frá 1490; Ögmundar Pálssonar frá 1525; Marteins Einarssonar frá 1553: Gísla Jónssonar frá 1575, og Odds biskups Einarssonar frá hèrumbil 1600. En úr Hóla biskupsdæmi eru þessir: Auðunnar biskups rauða, Þorbergssonar, 1318; Jóns biskups skalla Eiríkssonar, 1360; Pètrs biskups Nikulássonar 1395; Jóns Vilhjálmssonar í bréfabók hans 1430; Ólafs Rögnvaldssonar 1460; Sigurðar Jónssonar biskups

« AnteriorContinuar »