Imágenes de páginas
PDF
EPUB

DIPLOMATARIUM ISLANDICUM.

ÍSLENZKT FORNBRÈFASAFN,

SEM HEFIR INNI AÐ HALDA

BRÈF OG GJÖRNINGA, DÓMA OG MÁLDAGA,
OG AÐRAR SKRÁR,

ER SNERTA

ÍSLAND EÐA ÍSLENZKA MENN.

GEFIÐ ÚT

AF

HINU ÍSLENZKA BÓKMENTAFÉLAGI.

FYRSTA BINDI

834-1264.

KAUPMANNAHÖFN.

Í PRENTSMIÐJU S. L. MÖLLERS.

1857-76.

Formáli.

SKRÁR, bréf og skjöl eru, eins og allir vita, hinn vissasti og

áreiðanlegasti grundvöllr sögunnar í hverju landi sem er. Sögurit eða annálar eru vottar á aðra hönd, eða þó stundum fjær, en brèfin eru vottar frá fyrstu hendi, eða frá hendi sjálfra þeirra, sem ritað hafa. Vèr sjánm og, að söguritarar á Íslandi hafa snemma tekið brèfin til sönnunar sínu máli. Í sögum biskupanna, t. d. Guðmundar Arasonar á Hólum og Árna Þorlákssonar í Skálholti, í Sturlúnga sögu og víðar finnum vèr, að söguritarar hafa hagnýtt sèr brèfin og byggt á þeim sögu sína. Það leggr sig þessvegna sjálft, vegna þess að forn brèf og allskonar ritaðar skrár og skjöl eru ekki einúngis mjög merkileg, heldr og opt á hinn bóginn undirorpin eyðileggingu og hastarlegu tjóni, ef þeim verður ekki bjargað í tíma, að hin mesta nauðsyn er að halda þeim við og gæta þeirra sem bezt verðr auðið og mögulegt er, en það verðr með engu betr en með því, að koma þeim á prent.

Efni í íslenzkt Fornbrèfasafn af skrám og skjölum, sem tæki yfir hið eldra tímabil, allt til 1600, þó ekki væri meira, er býsna mikið, og meira en margr skyldi trúa; því þó fjarska mart sè týnt, þá er þó svo mikið eptir, að það væri sá fjársjóðr fyrir sögu lands vors, sem seint mundi tæmdr verða. Og eigi síðr finnum vèr þar lifandi mynd málsins í ritum um lángan aldr, en þetta er því merkilegra, sem nágrannaþjóðir vorar hafa annaðhvort ritað mest af skjölum sínum og brèfum, eins og bækrnar, á útlendu máli, Latínu, eða með eptirstælíngu Latínumáls; en forfeðr vorir á Íslandi mynduðu sèr bók

mál og rithátt jafnskjótt og þeir tóku að semja bækr, og færðu þetta bókmál út smásaman frá kvæðum, lögum og ættfræði til helgra þýðinga og síðan til sagnarita, rímrita og stjörnufræði og margs annars fróðleiks. Það má ráða af hinum elztu ritum hjá oss, að menn hafa samið rithátt sinn að dæmum enskra manna, og fundið til breytingar þær sem þurfti1; má og sjá merki þess, að þegar á tólftu öld hefir bókfræðislegr lærdómr og mentun verið komin að tiltölu á hátt stig á voru landi, sem oss þykir mega ráða af því, að um fyrra hluta tólftu aldar voru tveir af biskupunum í Noregi Íslendíngar, og voru þar þó ekki nema fjórir biskupar alls 2. Þetta mundi varla hafa átt sér stað, ef Íslendíngar hefði ekki haft meira álit á sér fyrir lærdóm og bókfræði heldr en Noregsmenn, og það hjá Noregsmönnum sjálfum. Á ritum Þjóðreks múnks í Noregi og Saxa klerks í Danmörku má sjá, að Íslendíngar hafa um þessar mundir haft mikið orð á sèr fyrir sagnafróðleik og bókmentir. Á tólftu og þrettándu öld má finna ekki allfá rök til, að samband og samskipti hafa verið mikil með þjóðlegri bókfræði Íslendínga og Noregsmanna, en þegar fram í sókti tók að skilja leiðir, og Norðmenn að komast meira og meira á brautir Suðrmanna, og enda draga Íslendínga með sér, þegar kom að riddara sögum, helgra manna sögum og þesskonar fræðum. En brèf og skrár héldu sèr eigi að síðr, að mestu leyti með ummerkjum, og það svo, að á fimtándu og sextándu öld, þegar þýðverska streymdi sem óðast inn á Dani og Danskan inn á Noreg, og kaffærði svo þjóðerni Norðmanna, að þeir skildu ekki framar sín hin fornu rit og urðu að fara að snúa þeim á Dönsku, þá sömdu menn á Íslandi brèf sín og aðrar skrár, dóma, máldaga og sérhvað eina, ekki að nefna sögur og kvæði, á sínu máli eptir fornum sið, með þeim einum breytingum, sem tíminn leiddi með sér. En á sextándu öld komu hinar prentuðu bækr

1) Ritgjörð frá tólftu öld Um stafrofio" skýrir frá þessu greinilega ; hún er prentuð með Snorra-Eddu (SE. II, 10-12).

2) Ísl. fornbrèfas. I, 205.

og þær allar á Íslenzku hjá oss, sem héldu málinu föstu mestöllu og auðguðu það að sumu leyti, en í Noregi komu flestar bækrnar frá Danmörku og á Dönsku. Og þetta sýndist vera byggt á eðli málsins sjálfs, eins og þá var komið, því það var ómaksminna, að fá bækrnar prentaðar á Dönsku frá Danmörk eða þýzkalandi, þegar bókmálið var orðið hið sama og í Danmörku. Þessvegna var ekki prentsmiðja stofnuð í Noregi fyr en rúmum hundrað árum síðar en í Danmörku, þar sem á Íslandi var prentsmiðja sett ekki meira en fjörutíu árum síðar, og þó bækr væri prentaðar í Danmörk eða Þýzkalandi á fyrstu árunum, voru þær þó prentaðar á Íslenzku eigi að síðr.

Efni í íslenzkt fornbrèfasafn er harla mikið, og verðr ekki til fullnustu saman tínt óðar en smásaman fellr; en þó er aðal-uppspretta sú, sem mesta má telja og auðugasta, einkum fyrir hina eldri tíma og fram undir lok seytjándu aldar, Safn Árna Magnússonar í bókhlöðu háskólans í Kaupmannahöfn. Þar er til fjöldi frumritaðra íslenzkra brèfa, og þó enn fleiri í afskriptum, sem Árni hefir flestum safnað, eða látið safna, og borið saman með mikilli nákvæmni. Þar með eru margar fornar bækur á skinni, sem eru á forn lög, bæði kirkjulög og veraldleg lög, og þarmeð stór söfn af réttarbótum, biskupa statútum og allskonar öðrum skrám, harðla merkilegum og þýðingarmiklum í sögu landsins. Frá síðari tímum finnst þar fjöldi af bréfabókum og brèfasöfnum, rituðum í bækr, og eru mörg þau bréf skrifuð eptir týndum frumritum, eða þau eru sjálf frumbrèfa ígildi. Í söfnum þeim, sem eru í bókhlöðu háskólans, og tengd við Árna Magnússonar safn, svosem er viðlagssafnið (Additamenta), handrit Magnúsar Stephensens úr Viðey, handrit eptir Stephán Eiríksson, Krieger stiptamtmann o. fl., eru ekki allfá handrit sömu tegundar, þó ekki sé forn, og eru merkileg að því leyti, að þau hafa sumt, sem ekki finnst annarstaðar, og sumt gott til samanburðar, sumt jafnvel ókunnugt annarstaðar frá. Í bókhlöðu konúngs hinni miklu, og í söfnum þeim, sem þartil heyra, er stórmikið efni að finna. Þar er helzt hið forna konúnglega safn", eða safn þeirra hand

[ocr errors]
« AnteriorContinuar »