Imágenes de páginas
PDF
EPUB

DIPLOMATARIUM ISLANDICUM.

İSLENZKT FORNBRÈFASAFN,

SEM HEFIR INNI AÐ HALDA

BREF OG GJÖRNINGA, DÓMA OG MÁLDAGA,
OG AÐRAR SKRÁR,

ER SNERTA

ÍSLAND EÐA ÍSLENZKA MENN.

GEFIÐ ÚT

AF

HINU ÍSLENZKA BÓKMENTAFÈLAGI.

FYRSTA BINDI

834-1264.

KAUPMANNAHÖFN.

Í PRENTSMIÐJU S. L. MÖLLERS.

1857-76.

[blocks in formation]

Formáli.

SKRÁR, bréf og skjöl eru, eins og allir vita, hinn vissasti og áreiðanlegasti grundvöllr sögunnar í hverju landi sem er. Sōgurit eða annálar eru vottar á aðra hönd, eða þó stundum fjær, en brèfin eru vottar frá fyrstu hendi, eða frá hendi sjálfra þeirra, sem ritað hafa. Vèr sjánm og, að söguritarar á Íslandi hafa snemma tekið bréfin til sönnunar sínu máli. Í sögum biskupanna, t. d. Guðmundar Arasonar á Hólum og Árna Þorlákssonar í Skálholti, í Sturlúnga sögu og víðar finnum vèr, að söguritarar hafa hagnýtt sèr brèfin og byggt á þeim sögu sína. Það leggr sig þess vegna sjálft, vegna þess að forn bréf og allskonar ritaðar skrár og skjöl eru ekki einúngis mjög merkileg, heldr og opt á hinn bóginn undirorpin eyðileggingu og hastarlegu tjóni, ef þeim verður ekki bjargað í tíma, að hin mesta nauðsyn er að halda þeim við og gæta þeirra sem bezt verðr auðið og mögulegt er, en það verðr með engu betr en með því, að koma þeim á prent.

Og

Efni í íslenzkt Fornbrèfasafn af skrám og skjölum, sem tæki yfir hið eldra tímabil, allt til 1600, þó ekki væri meira, er býsna mikið, og meira en margr skyldi trúa; því þó fjarska mart sè týnt, þá er þó svo mikið eptir, að það væri sá fjársjóðr fyrir sögu lands vors, sem seint mundi tæmdr verða. eigi síðr finnum vèr þar lifandi mynd málsins í ritum um lángan aldr, en þetta er því merkilegra, sem nágrannaþjóðir vorar hafa annaðhvort ritað mest af skjölum sínum og bréfum, eins og bækrnar, á útlendu máli, Latínu, eða með eptirstælíngu Latínumáls; en forfeðr vorir á Íslandi mynduðu sèr bók

« AnteriorContinuar »